Útskrift í námskeiði um einkarekstur

12. desember útskrifast nemendur af námskeiðinu "Ný tækifæri í einkarekstri" sem Háskólinn í Reykjavík og VÍ stóðu að ásamt SA.  Á námskeiðinu hafa einstaklingar unnið að viðskiptaáætlunum á sviði mennta- og heilbrigðismála.  Margar hugmyndir hafa verið kynntar sem bætt geta þjónustu á þessum sviðum og aukið fjölbreytni. Við óskum útskriftarnemum til hamingju með árangurinn og óskum þeim góðs gengis í því að ryðja brautir í einkarekstri á þessum mikilvægu sviðum.

Meðal hugmynda sem komu fram á námskeiðinu voru heimaþjónusta fyrir krabbameinssjúklinga, hjúkrunarheimili, þjónusta við geðfatlaða, skólaráðgjöf, leikskóli og fleira.

Myndir frá útskriftinni.

Mynd 1   Mynd 2   Mynd 3   Mynd 4 - Allur hópurinn

Tengt efni

Fullt hús á námskeiði Viðskiptaráðs og LOGOS

Helga Melkorka Óttarsdóttir og Arnar Sveinn Harðarson fjölluðu um breytingar á ...
10. mar 2023

Lykillinn að bættum lífsgæðum og auknum tækifærum í atvinnulífi

Umsögn Viðskiptaráðs um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til ...
21. mar 2023