Föstudagskaffið: Hvað er í alvörunni að gerast á fasteignamarkaðnum?

Næsta Föstudagskaffi Viðskiptaráðs verður föstudaginn 12. nóvember klukkan 9. Þar munu Karlotta Halldórsdóttir, hagfræðingur hjá HMS, og Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri VÍ, rýna í stöðuna á fasteignamarkaðnum.

Þau munu meðal annars ræða nýja greiningu Viðskipstaráðs á fasteignamarkaðnum sem birt verður síðar í vikunni. Þá gefst áhorfendum kostur á að spyrja spurninga meðan á fundinum stendur.

Föstudagskaffi Viðskiptaráðs eru stuttir morgunfundir sem fara fram í streymi annan hvern föstudag. Fundirnir eru opnir öllum aðildarfélögum Viðskiptaráðs, þ.e. bæði starfs- og forsvarsfólki. Skráning er nauðsynleg til að fá sendan streymishlekk.

Tengt efni

Hvað er svona merkilegt við vísisjóði? Föstudagskaffi 17. desember

Í síðasta Föstudagskaffi Viðskiptaráðs fyrir jól verður sjónum beint að vísisjóðum.
14. des 2021

Hvert er mikilvægi vísisjóða í þjóðhagslegu samhengi?

Vísisjóðir leikið lykilhlutverk í að skapa nýjar útflutningsgreinar, sérstaklega ...
17. des 2021

Föstudagskaffi Viðskiptaráðs

Hálfsmánaðarlegur morgunfundur fyrir aðildarfélaga Viðskiptaráðs.
26. nóv 2021