Rannsóknastyrkir

Rannsóknasjóður Viðskiptaráðs Íslands var stofnaður árið 2014 og veitir árlega styrki til einstaklinga vegna rannsókna og nýsköpunar tengdum framþróun menntunar og eflingu íslensks atvinnulífs. Umsóknarfrestur rann út 21. ágúst 2016.

Algengar spurningar

Hverjir geta sótt um?
Allir sem stunda eða áforma að stunda rannsóknir eða nýsköpun sem styðja við markmið sjóðsins geta sótt um styrk.

Hvaða verkefni eru líkleg til að hljóta styrk?
Styrkjunum er ætlað að auka samkeppnishæfni Íslands með því að efla rannsóknir og nýsköpun sem nýtast íslensku menntakerfi eða atvinnulífi. Styrkirnir eru bundnir við verkefni sem styðja við eftirfarandi markmið:

  • Auka skilvirkni og gæði íslensks menntakerfis
  • Eflingu þekkingar á forsendum aukinnar verðmætasköpunar íslensks atvinnulífs

Í auglýsingu fyrir sjóðinn eru nefnd þrjú dæmi um verkefni sem gætu hlotið styrk:

  • Ritrýnd grein um efnahagsleg áhrif fríverslunarsamninga hérlendis
  • Fræðileg úttekt á samkeppnisumhverfi fyrirtækja hérlendis í alþjóðlegum samanburði
  • Kennslubók í hagfræði á grunnskólastigi

Til hvers eru styrkirnir ætlaðir?
Styrkjunum er ætlað að mæta útgjöldum sem tengjast rannsóknastarfsemi, t.a.m. vegna heimildaöflunar, greiningarvinnu, útgáfu og tækniþróunar þar sem það á við. Styrkina má bæði nota til að mæta launakostnaði og útgjöldum.

Hver er fjöldi og upphæð styrkja?
Valnefnd tekur ákvörðun um fjölda og upphæð styrkja. Í ár miðar nefndin við að lágmarksupphæð styrkja sé 500.000 kr. og hámarksupphæð 3.000.000 kr. Ákvörðun um fjölda styrkja er tekin með hliðsjón af þeim umsóknum sem berast. Fjöldinn getur því verið breytilegur á milli ára.

Hvað þarf að fylla út?
Í umsóknarforminu er óskað eftir upplýsingum um umsækjanda ásamt lýsingu á verkefninu og samræmi við markmið sjóðsins.

Hvernig fer ákvörðun fram?
Eftir að umsóknarfrestur rennur út fer valnefnd sjóðsins yfir allar umsóknir. Þeim umsækjendum sem koma til greina er boðið að mæta á fund nefndarinnar og kynna verkefnið stuttlega áður en lokaákvörðun er tekin.

Hverjir skipa valnefnd sjóðsins?
Valnefnd Rannsóknasjóðs skipa Eggert Benedikt Guðmundsson, Gísli Hjálmtýsson og Ragnhildur Geirsdóttir.

Fylgja einhverjar skyldur styrkjunum?
Við óskum eftir því að styrkþegar kynni niðurstöður verkefnisins, eða þann hluta þeirra sem liggur fyrir, ári eftir að styrkveiting á sér stað.

Hvað tekur ferlið langan tíma?
Umsóknarfrestur rann út þann 21. ágúst 2016. Tilkynning um styrkþega fer fram þann 15. september 2016.

Hvar fæ ég nánari upplýsingar?
Allar nánari upplýsingar um Rannsóknarsjóð VÍ og styrkveitingar eru veittar á netfanginu rannsoknastyrkir@vi.is.