Promens og framkvæmd hafta

Í kjölfar ákvörðunar stjórnenda Promens að færa höfuðstöðvar félagsins úr landi vaknaði umræða um skaðsemi gjaldeyrishafta upp á ný. Viðskiptaráð hefur í málefnastarfi sínu lagt áherslu þau vandkvæði sem tilvist haftanna skapa fyrirtækjum í alþjóðlegum rekstri. Viðfangsefni Viðskiptaþings síðasta árs var alþjóðageirinn og samhliða því var gefið út upplýsingarit um uppbyggingu hans: Open for business?. Í ritinu er m.a. rakið hvernig höftin skapa erfiðleika hjá fyrirtækjum á öllum vaxtarstigum í alþjóðageiranum og hvernig tilvist þeirra getur hamlað vöxt og nýliðun auk þess að leiða til flutnings starfsemi þeirra úr landi.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 lýsti Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, annmörkum á núverandi fyrirkomulagi haftanna. Sagði hann fyrirtæki hafa kvartað undan því að ekki væri innbyrðis samræmi í ákvörðunum Seðlabankans um veitingu undanþága frá gjaldeyrishöftunum. Benti hann á ábendingar Viðskiptaráðs frá því fyrr á árinu þar sem lagt var til að Seðlabankans birti með ópersónugreinanlegum hætti úrskurði sína um ákvarðanir sem vörðuðu undanþágu frá höftunum og kæmi á einfaldari og skjótvirkari kæruleið. Taldi hann slíkt geta dregið úr óánægju og tortryggni með núverandi undanþáguferli Seðlabankans. 

Tengt efni

Heimsókn frá Kanaríeyjum

Sendinefnd frá Kanaríeyjum er nú stödd á Íslandi og af því tilefni bauð ...
6. sep 2021

Sveitarfélög horfi til alþjóðageirans

Viðskiptaráð hvetur Reykjavíkurborg til að skapa atvinnulífinu gott ...
2. jún 2021

Forgangsröðun í þágu verðmætasköpunar

Á þessum tímapunkti þurfa stjórnvöld að forgangsraða í ríkisfjármálum til ...
20. okt 2020