Alvarlegar athugasemdir á fundi með dómsmálaráðherra

Í sameiginlegri umsögn Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka verslunar og þjónustu, Samorku og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi voru gerðar alvarlegar athugasemdir við drög að frumvarpi til nýrra persónuverndarlaga. Fulltrúar samtakanna fylgdu umsögninni eftir með fundi með Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra og embættismönnum.

Á þeim fundi kom fram vilji til að koma til móts við einhverjar athugasemdir samtakanna, en hvergi nærri allar. Þá er mjög líklegt að innleiðingu á löggjöfinni verði ekki lokið fyrir 25. maí, þegar hún tekur gildi í Evrópusambandinu. Samtökin hafa varað við því að hætta skapist á að Ísland verði flokkað sem þriðja ríki í skilningi löggjafarinnar. Samtökin lögðu mikla áherslu á það á fundinum að ráðuneytið setti upplýsingar um stöðu innleiðingarinnar á íslensku og ensku á vef sinn fyrir íslensk fyrirtæki og viðsemjendur þeirra. Náist ekki að lögfesta frumvarpið fyrir 25. maí væri mikilvægt að stjórnvöld gættu hagmuna íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu eins og frekar er unnt.

Tengt efni

Vel sóttur Peningamálafundur Viðskiptaráðs

Peningamálafundur Viðskiptaráðs fór fram í morgun, 23. nóvember. Yfirskrift ...
23. nóv 2023

Endurskoða þarf íþyngjandi ákvæði persónuverndarlaga

Umsögn Viðskiptaráðs, SA, SI, SFS, SVÞ, SAF, Samorku og SFF um frumvarp til laga ...
25. okt 2022