Kristrún nýr hagfræðingur Viðskiptaráðs

Kristrún Frostadóttir hefur verið ráðin hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Kristrún tekur við starfinu af Birni Brynjúlfi Björnssyni sem hefur starfað sem hagfræðingur ráðsins síðastliðin þrjú ár. Kristrún mun hefja störf i lok mars.

Kristrún kemur til Viðskiptaráðs frá bandaríska fjárfestingarbankanum Morgan Stanley. Þar hefur hún starfað sem sérfræðingur i greiningardeild, fyrst í New York og síðan í London. Sérsvið Kristrúnar í London sneri að greiningu á evrópskum netverslunarfyrirtækjum. Í New York sinnti hún greiningarvinnu í tengslum við bandarísk eignastýringar- og orkufyrirtæki.

Áður hefur Kristrún starfað meðal annars sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu og sem hagfræðingur í starfshóp á vegum forsætisráðuneytisins. Auk þess starfaði hún sem hagfræðingur í greiningardeild Arion banka árin 2011-2012.

Kristrún er með meistaragráðu i alþjóðafræðum frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum, með áherslu á hagstjórn og alþjóðafjármál, og meistaragráðu í hagfræði frá Boston-háskóla. Þá er hún með BS-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands.

Tengt efni

Björn Brynjúlfur nýr framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

Gengið hefur verið frá ráðningu Björns Brynjúlfs Björnssonar í starf ...
6. mar 2024

Viðskiptaráð leitar að framkvæmdastjóra

Viðskiptaráð Íslands er heildarsamtök fyrirtækja, félaga og einstaklinga í ...
22. jan 2024

Jón Júlíus nýr samskiptastjóri Viðskiptaráðs

Jón kemur frá Ungmennafélagi Grindavíkur og mun hefja störf í október
12. sep 2023