Nýr starfsmaður Viðskiptaráðs Íslands

Védís Hervör Árnadóttir hefur verið ráðin sem sérfræðingur í samskipta- og útgáfumálum hjá Viðskiptaráði Íslands. Védís mun jafnframt taka þátt í málefnastarfi ráðsins sem og annarri daglegri starfsemi. Hún hefur þegar hafið störf hjá Viðskiptaráði.

Védís hefur fjölbreytta reynslu af rekstri og stefnumótun í frumkvöðlageiranum. Hún er einn stofnenda KÍTÓN, félags kvenna í tónlist á Íslandi, og kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Freyja Filmwork. Þar áður starfaði Védís sem markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Raddlist og Vinun.

Védís er með BA-gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands og alþjóðlega meistaragráðu í rekstri og stjórnun (MBA) frá Háskólanum í Reykjavík.

Tengt efni

Jón Júlíus nýr samskiptastjóri Viðskiptaráðs

Jón kemur frá Ungmennafélagi Grindavíkur og mun hefja störf í október
12. sep 2023

Mannabreytingar hjá Viðskiptaráði

Konráð S. Guðjónsson verður aðstoðarframkvæmdastjóri og Steinar Þór Ólafsson er ...
30. jún 2020

Vopn gegn sameiginlegum óvini

Viðskiptaráð Íslands hefur tekið saman mögulegar aðgerðir og það sem þarf að ...
10. mar 2020