Uppselt á Viðskiptaþing 2017

Mikil aðsókn er á Viðskiptaþing og er nú orðið uppselt þegar tvær vikur eru í viðburðinn. Viðskiptaþing fer fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 9. febrúar kl. 13.00-17.00. Tekið er við skráningum á biðlista og við afskráningu fær efsti aðili á biðlista úthlutað sæti á þinginu. Viðskiptaþing 2017 ber yfirskriftina Börn náttúrunnar: framtíð auðlindagreina á Íslandi og lúta efnistök að framtíð auðlindagreina á Íslandi.

Dagskrá

RÆÐA FORMANNS VIÐSKIPTARÁÐS
Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður JÁ hf.

THE ICELAND OPPORTUNITY
Wal van Lierop, forstjóri Chrysalix

KAFFIHLÉ

RÆÐA FORSÆTISRÁÐHERRA
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra

FRAMTÍÐ AUÐLINDAGREINA Á ÍSLANDI: ÖRMYNDBÖND OG ERINDI
Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood
Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins
Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA

PALLBORÐSUMRÆÐUR
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

MÓTTAKA
Ljúfir tónar og léttar veitingar

FUNDARSTJÓRI: Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

#viðskiptaþing

Tengt efni

Úthlutað úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs 

Sex verkefni fengu styrk úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs Íslands
23. feb 2024

Viðskiptaráð hvetur löggjafann til að leita hófsamari leiða

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum
1. nóv 2022