Viðurkenningar Viðskiptaráðs veittar við brautskráningu frá HR

204 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu laugardaginn 30. janúar. 147 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 52 úr meistaranámi og fimm nemendur útskrifuðust með doktorsgráðu.

Flestir luku námi frá tækni- og verkfræðideild háskólans, eins og fyrri ár, eða 93 nemendur, þar af 24 með meistaragráðu og fjórir með doktorspróf. 42 nemendur útskrifuðust úr viðskiptadeild, þar af 18 með meistaragráðu og einn með doktorsgráðu. Lagadeild útskrifaði 17 nemendur, þar af sex með meistaragráðu. Tölvunarfræðideild útskrifaði 48 nemendur, þar af fjóra með meistaragráðu.

Í tilefni brautskráningarinnar hélt Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, hátíðarræðu þar sem hann fjallaði um mikilvægi menntunar sem hornstein bættra lífskjara. Frosti sagði menntun vera bæði samfélags- og efnahagsmál og mikilvægi öflugra menntastofnana verði því seint ofmetið. Í kjölfar hátíðarræðunnar veitti Frosti verðlaun Viðskiptaráðs fyrir framúrskarandi námsárangur í grunnnámi.

Þau hlutu að þessu sinni:

  • Árni Þór Óskarsson, BA í lögfræði
  • Dagbjört Una Helgadóttir, BSc í sálfræði
  • Ingólfur Halldórsson, BSc í tölvunarfræði
  • Kristín Björk Lilliendahl, BSc í fjármálaverkfræði

Hátíðarræðu Frosta Ólafssonar má nálgast hér

Sjá nánari umfjöllun á vef Háskólans í Reykjavík

Tengt efni

Björn Brynjúlfur nýr framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

Gengið hefur verið frá ráðningu Björns Brynjúlfs Björnssonar í starf ...
6. mar 2024

Úthlutað úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs 

Sex verkefni fengu styrk úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs Íslands
23. feb 2024

Eiríkur Elís nýr formaður Gerðardóms Viðskiptaráðs

Garðar Víðir Gunnarsson og Haraldur I. Birgisson hafa tekið sæti í stjórn ...
16. jan 2023