Vilt þú móta íslenskt viðskiptaumhverfi?

Viðskiptaráð Íslands leitar að kraftmiklum einstaklingi sem hefur áhuga á að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi. Starfið er fjölbreytt og samanstendur meðal annars af skrifum og greiningarvinnu vegna útgáfu nýs efnis, miðlun í gegnum fjölmiðla og þátttöku í mótun stefnu ráðsins.

Helstu verkefni

  • Skrif blaðagreina, álita, umsagna um þingmál, skýrslna og gerð kynninga
  • Samskipti og tengslamyndun gagnvart fjölmiðlum og öðrum hagsmunaaðilum
  • Önnur miðlun efnis, til dæmis á samfélagsmiðlum
  • Þátttaka í stefnumörkun starfseminnar
  • Skipulagning viðburða á vegum ráðsins

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólagráða sem nýtist í starfi
  • Viðeigandi starfsreynsla æskileg
  • Grunnþekking á rekstrarumhverfi atvinnulífsins og áhugi á þjóðmálum
  • Frumkvæði og hæfileikar til að laga sig að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum
  • Færni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

Umsókn ásamt ferilskrá sendist á starfsumsokn@vi.is. Umsóknarfrestur er til og með 18. september 2016. Nánari upplýsingar veitir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í síma 510 7100.

Skoða auglýsingu

Tengt efni

Viðskiptaráð leitar að framkvæmdastjóra

Viðskiptaráð Íslands er heildarsamtök fyrirtækja, félaga og einstaklinga í ...
22. jan 2024

Vilt þú efla samkeppnishæfni Íslands?

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs Íslands. ...
5. des 2023

Ragnar Sigurður hefur störf hjá Viðskiptaráði

Ragnar Sigurður Kristjánsson er nýr sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs
4. sep 2023