Afnám einkaréttar ríkisins á póstmarkaði tímabært

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til innanríkisráðuneytisins um drög að frumvarpi um póstþjónustu. Með frumvarpsdrögunum er lagt til að einkaréttur ríkisins á sviði póstþjónustu verði lagður niður og opnað verði fyrir samkeppni á póstmarkaði. Viðskiptaráð fagnar þessu skrefi og tekur heilshugar undir meginefni frumvarpsins.

Umsögnina í heild sinni má nálgast hér

Í umsögninni kemur eftirfarandi fram:

  • Stjórnvöld eru hvött til að huga að breyttu eignarhaldi á Íslandspósti hf. enda margvíslegar áskoranir sem fylgja því að starfrækja fyrirtæki í opinberri eigu á samkeppnismarkaði.
  • Samhliða minnkandi eftirspurn eftir hefðbundinni póstþjónustu dregur úr hagkvæmni þessa rekstrar. Markmið Íslandspósts hf. um að skila árlegum hagnaði sem nemur 10% af eigin fé og samhliða auka verðmæti fyrirtækisins með því að stuðla að arðbærum vexti eru ósamræmanleg með hliðsjón af þróun á hefðbundnum póstþjónustumarkaði.
  • Viðskiptaráð telur að skilgreina ætti grundvallarmarkmið alþjónustu á póstmarkaði til framtíðar með þeim hætti að umgjörð stuðli að gagnsæi á markaði og virku samkeppnisumhverfi, tryggi viðunandi alþjónustu með lágmarkskostnaði fyrir hið opinbera og stuðli að hagkvæmum rekstri og eignarhaldi á póstmarkaði. Afnám einkaréttar er fyrsta skrefið í átt að því að ofangreindum markmiðum sé náð. 

Tengt efni

Umsögn um drög að frumvarpi um loftslags- og orkusjóð

Viðskiptaráð skilaði á dögunum inn umsögn um drög að frumvarpi til laga um ...
21. mar 2024

Jafna þarf stöðu innlendra áfengisframleiðenda

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum.
24. mar 2022