Breyting upplýsingalaga: gott markmið en íþyngjandi útfærsla

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna frumvarps til laga um breytingu á upplýsingalögum. Með frumvarpinu er kveðið á um að stjórnvöldum og lögaðilum sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera skuli vera skylt að birta opinberlega sundurgreindar upplýsingar um kaup á vörum og þjónustu yfir 150.000 kr. í hverjum mánuði, nema ákvæði 10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna eigi við. Viðskiptaráð telur töluverða annmarka vera á frumvarpinu í núverandi mynd.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Í umsögninni kemur meðal annars eftirfarandi fram:

  • Viðskiptaráð tekur undir markmið frumvarpsins um að tryggja aðgang að upplýsingum um það hvernig opinberir aðilar verja þeim fjármunum sem þeir hafa til ráðstöfunar. Ráðið telur útfærsluna hins vegar of íþyngjandi.
  • Að mati ráðsins er auk aukinnar upplýsingaskyldu rétt að ráðast í heildstæðar úrbætur á fyrirkomulagi opinberra innkaupa.
  • Brýnt er að gæta viðskiptahagsmuna þeirra fyrirtækja sem opinberir aðilar kaupa vörur og þjónustu af.
  • Frumvarp þetta kann að draga úr verðmæti félaga í opinberri eigu með tvennum hætti: annars vegar með birtingu upplýsinga sem skaða viðskiptahagsmuni og hins vegar með umsýslu sem gerir rekstur þeirra óhagkvæmari.

Tengt efni

Afdráttarskattar draga úr vaxtarmöguleikum

Í lok júní 2009 voru samþykkt lög sem innleiddu nýtt ákvæði þess efnis að ...
1. okt 2010

Innleiðing rafrænnar fyrirtækjaskrár

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar ...
28. okt 2014

Skattbyrði fyrirtækja hvergi hærri

Fjölmenni var á árlegum skattadegi Deloitte, Samtaka atvinnulífsins og ...
14. jan 2016