Burt með bankaskattinn

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til starfshóps um Hvítbók fjármálakerfisins. Í umsögninni leggur Viðskiptaráð áherslu á að einkaframtakið og samkeppni fái að njóta sín á fjármálamarkaði eins og hægt er. Fjármálamarkaðir og bankar eru þó, eins og reynslan sýnir, nokkuð ólíkir annarri starfsemi sem réttlætir að um hana gildi aðrar reglur og annars konar eftirlit en í öðrum atvinnugreinum. Eftirlit, regluverk og umgjörð má þó aldrei vera of íþyngjandi og á kostnað neytenda en Viðskiptaráð óttast að það hafi verið raunin síðustu ár.

Jafnframt er lögð áhersla á að bankaskatturinn verði afnuminn sem fyrst til þess að draga úr kostnaði neytenda, stuðla að lægri vöxtum og auka virði bankanna. Fjármálakerfið þarf að vera búið undir tæknibreytingar og meðal annars sökum þess að einkaaðilar eru betri til að stýra þeirri vegferð ætti ríkið að selja bankana eins fljótt og auðið er, Þá telur Viðskiptaráð að á örmarkaði sé nauðsynlegt að fjármálastofnanir eigi í samstarfi um ákveðna grunninnviði sem getur náð m.a. til greiðslumiðlunar og upplýsingatækni. Að lokum óskar Viðskiptaráð þess að hófsemi sé höfð að leiðarljósi þegar kemur að umfangi eftirlits og regluverks.

Hér má lesa umsögn ráðsins í heild sinni.

Tengt efni

Vel sóttur Peningamálafundur Viðskiptaráðs

Peningamálafundur Viðskiptaráðs fór fram í morgun, 23. nóvember. Yfirskrift ...
23. nóv 2023

Lykillinn að bættum lífsgæðum og auknum tækifærum í atvinnulífi

Umsögn Viðskiptaráðs um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til ...
21. mar 2023