Einföldun regluverks fagnaðarefni

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps sem miðar að því að einfalda regluverk atvinnulífsins. Breytingarnar einfalda lagaum­hverfi vegna stofnunar, skráningar og starfrækslu fyrirtækja. Einnig eru lagðar til breytingar sem er ætlað að sporna við misnotkun á félagaforminu. Viðskiptaráð tekur í meginatriðum undir markmið frumvarpsins.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Í umsögninni kemur meðal annars fram:

  • Viðskiptaráð fagnar því að til standi að einfalda regluverk atvinnulífsins og vonast til að stjórnvöld haldi áfram á sömu braut.
  • Ráðið saknar þess að í frumvarpinu séu ekki að finna ákvæði um rafræna fyrirtækjaskrá líkt og var í fyrra frumvarpi um sama efni sem ekki náði fram að ganga. Vonast ráðið til að frumvarp um rafræna fyrirtækjaskrá verði lagt fram sem fyrst svo að það hagræði sem af skránni hlýst muni koma til nota sem allra fyrst.
  • Þær breytingar sem miða að því að sporna við misnotkun á félagaforminu eru hóflegar og leggst ráðið því ekki gegn samþykkt þeirra. Þó telur Viðskiptaráð mikilvægt að árétta að lagabreytingar sem eiga að stemma stigu við misnotkun félagaformsins séu ekki óþarflega íþyngjandi. Slíkar aðgerðir mega ekki verða til þess að skerða athafnafrelsi og viðskiptamöguleika þeirra sem stunda eðlilega viðskiptahætti. Slíkt kann að draga úr vexti íslensks atvinnulífs, hamla nýsköpun og koma niður á samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja.

Tengt efni

Opinber þynnka

Er opinber þynnka eitthvað skárri en einkarekin?
24. mar 2022

Stígum skrefið til fulls - öllum til hagsbóta

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur (mál nr. 470)
2. jún 2022