Frumvarpi um vátryggingastarfsemi ábótavant

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til nýrra laga um vátryggingastarfsemi. Viðskiptaráð telur að ekki eigi að innleiða regluverk hérlendis með meira íþyngjandi hætti en nauðsyn krefur til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands nema að baki því sé fullnægjandi rökstuðningur.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Í umsögninni kemur m.a.eftirfarandi fram:

  • Innleiðing reglna með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er hefur slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og er til þess fallið að skerða samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja.
  • Mikilvægt er að ekki séu gerðar kröfur sem takmarka möguleika einstaklinga til stjórnarsetu í vátryggingafélagi, ef ekki er kveðið á um þær í tilskipuninni.

Tengt efni

Viðskiptaráð leitar að framkvæmdastjóra

Viðskiptaráð Íslands er heildarsamtök fyrirtækja, félaga og einstaklinga í ...
22. jan 2024

Viðskiptaráð ítrekar ábendingar um atriði sem stríða gegn almannahagsmunum

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur (167. mál).
20. okt 2022

Reiðir pennar

Haukur Viðar Alfreðsson, doktorsnemi í skattahagfræði, segir Viðskiptaráð fara ...
15. sep 2022