Óútfyllt ávísun í sjúkrahúsaþjónustu

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um fjárlagastefnu og -áætlun til ársins 2021. Ráðið fagnar framlagningu áætlunarinnar og telur hana styrkja bæði hagstjórn og fjármálastjórn hins opinbera. Að því sögðu skortir aðhald þegar kemur að opinberum útgjöldum - sérstaklega hvað varðar sjúkrahúsaþjónustu.

Ef litið er til rekstraráskorana Landspítalans á síðustu árum má sjá að hækkun launakostnaðar vegur þar þyngst. Launakostnaður á hvert stöðugildi jókst um 31% á einungis þremur árum - frá árinu 2012 til 2015. Slíkar hækkanir er ekki unnt að finna á almennum vinnumarkaði. 

Stjórnvöldum ber að tryggja að aukin fjárframlög til heilbrigðismála nýtist í þjónustu við sjúklinga eða lækkun kostnaðarþátttöku þeirra en ekki í ríflegri hækkun launakostnaðar en annars staðar þekkist. Til að svo verði ætti einungis að gera ráð fyrir auknum útgjöldum til sjúkrahúsa ef þau eru sérstaklega eyrnamerkt slíkum umbótum. 

Að öðrum kosti er hætt við að umframhækkanir launa sjúkrahúsastarfsfólks haldi áfram á næstu árum í stað þess að þjónusta við sjúklinga batni eða að kostnaðarþátttaka þeirra minnki.

Lesa umsögn í heild

Tengt efni

Úthlutað úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs 

Sex verkefni fengu styrk úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs Íslands
23. feb 2024

Nauðsynlegt að skapa rétta hvata

Umsögn Viðskiptaráðs og SA um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs ...
31. mar 2023