Skýrsla ráðgjafahóps iðnaðar- og viðskiptaráðherra um sæstreng til Evrópu

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til atvinnuveganefndar um skýrslu ráðgjafarhóps iðnaðar- og viðskiptaráðherra um sæstreng til Evrópu (59. mál). Ráðið telur ótímabært að veita efnislega ábendingar við tiltekna þætti skýrslunnar, en telur tillögur ráðgjafahópsins ágætan leiðarvísi fyrir stjórnvöld og Alþingi.

Viðskiptaráð fjallaði stuttlega um lagning sæstrengs í skýrslu sinni til Viðskiptaþings í febrúar síðastliðnum. Var þar m.a. tekið fram að vegna þeirra fjárhagslegu hagsmuna sem í húfi eru fyrir hagkerfið í heild væri rétt að hrinda af stað heildstæðu mati á hagkvæmni ólíkra valkosta í orkunýtingu. Við slíkt mat væri mikilvægt að horfa á virðiskeðju þessara valkosta og að upplýsingar liggi fyrir um afleiddar afleiðingar ólíkrar stefnumörkunar.

Það er flestum ljóst að frekari könnunar er þörf áður en unnt er að taka ákvörðun um lagningu sæstrengs. Þar skiptir meginmáli að hlutlægt og heildstætt mat á arðsemi og áhættu verði látið ráða för. Aðeins þannig er vörður staðinn um heildarhagsmuni Íslendinga þegar kemur að orkunýtingarmálum. 

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér.

Tengt efni

Óorð í ýmsum stærðum 

„Þegar íslensk stjórnvöld ákveða að innleiða EES-reglugerðir með íþyngjandi ...
4. okt 2023

Stjórnvöld nýta ekki undanþágur atvinnulífinu til hagsbóta

Umsögn VÍ og SA um drög að frumvarpi til laga um breytinga á lögum um ...
6. des 2022

Eru víðar tækifæri til einföldunar?

Lögverndun hentar vel í vissum tilvikum til leiðréttingar á markaðsbrestum, sem ...
20. nóv 2020