Viðskiptaráð styður afnám einokunar á smásölu áfengis

Viðskiptaráð hefur skilað umsögn vegna breytinga á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Með tillögunni er lagt til að lögum um verslun með áfengi og tóbak verði breytt þannig að einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) á smásölu áfengis verði aflagt og smásala áfengis verði að ákveðnu marki frjáls. Viðskiptaráð leggur til að frumvarpið nái fram að ganga.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Í umsögninni kemur eftirfarandi fram:

  • Einokun ríkir á smásölu með áfengi þrátt fyrir að um atvinnurekstur sé að ræða. Afleiðingin er sú að kraftar samkeppni leiða ekki til aukinnar hagkvæmni í rekstri. Því má telja að afnám einkaleyfis á sölu áfengis muni leiða til bættrar þjónustu og lægra vöruverðs fyrir neytendur.
  • Helstu rökin fyrir einokun á smásölu með áfengi byggjast á sjónarmiðum um lýðheilsu. Hins vegar telur Viðskiptaráð að árangursríkasta leiðin til að draga úr misnotkun á áfengi sé í gegnum forvarnarstarf, en ekki takmarkanir á frelsi einstaklinga til neyslu þess.
  • Telur ráðið jafnframt að afnám einkaleyfis ÁTVR á smásölu áfengis muni hafa óveruleg áhrif á tekjur ríkissjóðs. Vísaði Viðskiptráð í tölur úr ársskýrslu ÁTVR því til stuðnings.

Tengt efni

Hvert stefnir verðbólgan?

Huga ætti að vaxtahækkunarferlinu í litlum skrefum til að kæla frekar en að kæfa ...
31. mar 2022

Jafna þarf stöðu innlendra áfengisframleiðenda

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum.
24. mar 2022

Opinber þynnka

Er opinber þynnka eitthvað skárri en einkarekin?
24. mar 2022