Virkniúrræði fyrir atvinnuleitendur

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarnefndar Alþingis vegna tillögu til þingsályktunar um eflingu virkniúrræða fyrir atvinnuleitendur. Viðskiptaráð tekur undir markmið tillögunnar og telur að það sé samfélaginu til hagsbóta að ráðast í umbætur á þessu sviði.

Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Nýta ætti lagaheimildir sem skylda atvinnuleitendur til að taka þátt í virkniúrræðum og skilyrða ætti greiðslu úr atvinnuleysistryggingasjóði og framfærslu sveitarfélaga við að atvinnuleitendur notfæri sér virkniúrræði við hæfi.
  • Útgjöld vegna fjárhagslegs stuðnings við einstaklinga hafa aukist umtalsvert á undanförnum árum og eru þau umtalsvert hærri hér á landi en á öðrum Norðurlöndum. Munar þar mest um fjölgun einstaklinga sem þiggja örorkulífeyri. 
  • Tillögur frá Samráðsvettvangi um aukna hagsæld á Íslandi voru lagðar fram vorið 2012 og lítið hefur þokast á átt til umbóta í þessum málaflokki. Skortur á forystu veldur óbreyttu fyrirkomulagi en verði breyting á í þeim efnum má færa lífsgæði fjölda einstaklinga til betri vegar.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér (PDF)

Tengt efni

Samstarf um framtíðarstörf fyrir ungt fólk

Ör vöxtur hefur einkennt íslenskan tækniiðnað undanfarið, sérstaklega ...
18. ágú 2010

Samstarf um framtíðarstörf fyrir ungt fólk

Ör vöxtur hefur einkennt íslenskan tækniiðnað undanfarið, sérstaklega ...
18. ágú 2010

Auglýsingar lausasölulyfja

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarnefndar Alþingis vegna ...
2. mar 2015