Útgáfa

Útgáfu Viðskiptaráðs er ætlað að auka almenna vitund og skilning á þeim viðfangsefnum sem snerta viðskiptalífið og afstöðu ráðsins í einstökum málefnum. Útgáfan skiptist í skoðanir, skýrslur, kynningar og greinar.

Sía eftir viðfangsefni

08.11.2016 | Skoðanir

Hvernig stóð ríkisstjórnin sig í efnahagsmálum?

Viðskiptaráð hefur gert úttekt á efnahagslegum áhrifum allra lagabreytinga fráfarandi ríkisstjórnar. Markmiðið er að varpa fram heildstæðri mynd af áhrifum stjórnvalda á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja á kjörtímabilinu 2013–2016.

11.02.2016 | Skýrslur

Leiðin á heimsleikana

Nýtt málefnarit Viðskiptaráðs, ,,Leiðin á heimsleikana – aukin framleiðni í innlenda þjónustugeiranum“ var gefið út í dag í tilefni Viðskiptaþings og fjallar ritið um innlenda þjónustugeirann í alþjóðlegu samhengi.

08.09.2015 | Skoðanir

Banvænn biti? Lögverndun á íslenskum vinnumarkaði

Flestir vita að hérlendis þarf leyfi frá stjórnvöldum til að starfa við lækningar eða lögmennsku. Færri vita að hið sama á við um kökugerð, skrúðgarðyrkju og klæðskerasníði. Lögverndun veldur samfélaginu tjóni með því að draga úr samkeppni á kostnað viðskiptavina hinna vernduðu stétta.

19.05.2014 | Skoðanir

Hvatar til nýsköpunar: Rétt útfærsla skiptir sköpum

Þróuð ríki keppast nú við að efla frumkvöðlastarfsemi og hvetja til aukinna fjárfestinga í nýsköpun. Til að auka samkeppnishæfni landsins ættu íslensk stjórnvöld að vinna að sama markmiði.

12.02.2014 | Skýrslur

Viðskiptaþing 2014: Upplýsingarit Viðskiptaráðs um alþjóðageirann

Í upplýsingarit Viðskiptaráðs um uppbyggingu alþjóðageirans á Íslandi, sem gefið var út á Viðskiptaþingi rétt í þessu, er fjallað um hlutverk alþjóðageirans í íslensku hagkerfi og þær meginforsendur sem styðja við eflingu hans. Þá er farið yfir tækifæri og áskoranir í umhverfi slíkrar starfsemi hérlendis út frá dæmisögum fjögurra ólíkra fyrirtækja innan alþjóðageirans.

28.05.2013 | Skoðanir

Lítil og meðalstór fyrirtæki - samstaða um bætt rekstrarumhverfi

Í nýrri skoðun Viðskiptaráðs Lítil og meðalstór fyrirtæki – samstaða um bætt rekstrarumhverfi er fjallað um mikilvægi þess að hlúa að þessum hluta atvinnulífsins. Alls starfar um helmingur launafólks hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum og um 99% allra fyrirtækja teljast lítil og meðalstór.

06.10.2011 | Skoðanir

Kapp án forsjár - Rýnt í störf Alþingis

Alþingi Íslands er ein af grunnstoðum íslensks samfélags og störf þess hafa haft og munu áfram hafa afgerandi áhrif á hraða endurreisnar hagkerfisins; hagvöxt, kaupmátt og bætt lífskjör. Ábyrgð þingsins er því mikil og ríður á að skipulega sé gengið til verka, málflutningur og ákvarðanir faglegar og með hagsmuni heildar að leiðarljósi.

16.10.2009 | Útgáfa

Styðjum velferð frekar en opinber útgjöld

Þegar kakan minnkar harðnar baráttan um bitana. Þetta er lögmál sem hefur einkennt sögu mannkyns frá örófi alda. Lönd sem búa við hagsæld og batnandi lífskjör eru mun ólíklegri til að upplifa pólitískan óstöðugleika og samfélagslega sundrung heldur en þau sem búa við kröpp kjör og versnandi lífskjör. Ísland er lifandi sönnun þess.

29.05.2009 | Greinar

Lítum til allra átta

Samkvæmt nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar mun hún vinna að því markmiði að byggja upp opið og skapandi umhverfi sem stenst samanburð við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar í Evrópu, bæði að því er varðar efnahag og lífsgæði. Í þeim efnum er sérstaklega horft til frændþjóða okkar á Norðurlöndum og kveðið á um að endanlegt markmið sé að skapa norrænt velferðarsamfélag á Íslandi. 

12.08.2003 | Skoðanir

Skrifræði við stofnun fyrirtækja lítið - en kostnaður hár

Til að efla nýsköpunarstarfsemi ber að ryðja burt hindrunum við stofnun fyrirtækja. Hérlendis er skrifræði við stofnun fyrirtækja lítið. Krafa um innborgað hlutafé er lægri hér en víða annars staðar. Hins vegar er kostnaður vegna skráningar fyrirtækja töluvert hærri en í mörgum öðrum OECD ríkjum.