Nýjar glærur um stöðu efnahagsmála á Íslandi

Viðskiptaráð hefur staðið fyrir útgáfu skýrslu á ensku um stöðu og þróun efnahags- og stjórnmála hérlendis frá haustinu 2008. Miklar breytingar hafa átt sér stað á þeim tíma, en vegna skorts á upplýsingagjöf til erlendra aðila skortir oft heildaryfirsýn yfir þessar breytingar og stöðu mála.

Nýjasta útgáfa skýrslunnar, The Icelandic Economic Situation, var gefin út í apríl síðastliðinn. Viðbrögð við skýrslunni hafa verið mikil, jafnt frá innlendum sem erlendum aðilum, sem notað hafa skýrsluna til kynningar fyrir þá sem ekki þekkja til aðstæðna í íslensku efnahagslífi.

Viðskiptaráð hefur nú gefið út glærur þar sem stiklað er á stóru um efni skýrslunnar. Er ætlunin með þeim að auðvelda enn frekar kynningu á íslensku efnahagslífi. Glærurnar má nú nálgast á þessari slóð.

Til að fá tilkynningu um uppfærðar útgáfur af skýrslunni er hægt að skrá sig á póstlista hér

Tengt efni

Kynningarfundur um stuðning við nýsköpun

Tíu frumkvöðlar og fulltrúar fyrirtækja í nýsköpun miðla af reynslu sinni og ...
26. maí 2010

Staða efnahagsmála á Íslandi - uppfærð skýrsla

Frá falli bankanna í október 2008 hefur íslenskt efnahagslíf gengið í gegnum ...
11. ágú 2011

Staða efnahagsmála á Íslandi - uppfærð skýrsla

Frá falli bankanna í október 2008 hefur íslenskt efnahagslíf gengið í gegnum ...
15. apr 2011