Að eyða eða ekki eyða?

Eftir sex ára aðhaldstímabil hafa orðið vatnaskil í fjármálum hins opinbera. Efnahagsleg uppsveifla mun samkvæmt spám skapa verulegt svigrúm í opinberum rekstri í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins. Eitt stærsta pólitíska viðfangsefni næstu ára er að ákvarða hvernig ráðstafa skuli þessum fjármunum.

Lesa skoðun

Í skoðuninni kemur eftirfarandi fram:

  • Uppsveifla er hafin í efnahagslífinu sem mun skapa verulegt svigrúm í opinberum fjármálum á næstu árum.
  • Svigrúm í opinberum rekstri verður komið í 100 ma. kr. árið 2017 samkvæmt áætlun.
  • Skynsamlegast væri að verja þessu svigrúmi í niðurgreiðslu opinberra skulda og rétt útfærðar skattalækkanir.
  • Vaxtagjöld ríkissjóðs eru 30% hærri á Íslandi en í Grikklandi sem hlutfall af landsframleiðslu.
  • Aukning opinberra útgjalda getur ýtt undir ofþenslu í efnahagslífinu á þessum tímapunkti.

Þrír valkostir standa til boða. Hægt er að greiða niður opinberar skuldir, lækka skatta eða auka opinber útgjöld. Sú leið sem stjórnvöld velja mun ráða miklu um þróun rekstrarumhverfis fyrirtækja og lífskjara almennings á næstu árum. Þau fjárlög sem lögð verða fram í haust veita mikilvæga vísbendingu um framhaldið.

Lesa skoðun

Tengt efni

Vel heppnað Viðskiptaþing 2022

Húsfyllir var á vel heppnuðu Viðskiptaþingi 2022 sem Viðskiptaráð stóð fyrir á ...
25. maí 2022

Það verður að vera gaman

Hvers vegna er svona mikil­vægt að hafa gaman í vinnunni?
25. maí 2022

Skýrsla Viðskiptaþings 2022

Viðskiptaráð hefur gefið út skýrsluna Tímarnir breytast og vinnan með - ...
20. maí 2022