Ferð án fyrirheits: rekstur í efnahagslegu umróti

Íslendingar búa við miklar efnahagssveiflur. Óstöðugleikinn dregur úr getu fyrirtækja til að móta langtímaáætlanir, byggja upp sérhæfingu og fjárfesta í tækjum og mannauði til að auka rekstrarhagkvæmni. Lága framleiðni á Íslandi má að stórum hluta rekja til þessara áskorana.

Lesa skoðun

Í skoðuninni kemur eftirfarandi fram:

  • Verðlags- og hagvaxtarsveiflur hérlendis eru þær mestu af öllum iðnríkjum
  • Starfsfólki í innlendum greinum fjölgaði í aðdraganda fjármálakreppunnar á meðan útflutningsgreinar sátu eftir. Eftir veikingu krónunnar varð þróunin öfug.
  • Fjárfesting sveiflast samhliða breytingum á styrk krónunnar. Fjárfestingar nýtast verr eftir því sem sveiflurnar verða meiri.
  • Gengisbreytingar krónunnar eru birtingarmynd óstöðugleikans frekar en orsök. Óbreytt hagstjórn með nýjan gjaldmiðil myndi skapa annars konar vandamál.

Ef draga á úr efnahagslegum óstöðugleika þarf að ráðast að grunnrótum vandans: hagstjórninni. Í því felst að ráðist verði í aðgerðir á öllum þremur sviðum hennar – fjármálum hins opinbera, peningastefnu og vinnumarkaði. Skilningur á viðfangsefnunum hefur aukist á undanförnum misserum. Því er tilefni til bjartsýni um að vel takist til við umbætur.

Tengt efni

At­vinnu­rekstur er allra hagur

„Það er mikið hagsmunamál fyrir launafólk að til séu þeir sem bæði geta stofnað ...
23. feb 2024

Má aðstoða hið opinbera? 

„Á meðan einkageirinn leiðir framleiðniaukninguna bendir ýmislegt til þess að ...
4. mar 2024

Góðir stjórnar­hættir - hvernig og hvers vegna?

Tilnefningarnefndir er dæmi um viðfangsefni sem halda þarf áfram að móta til ...
8. mar 2023