17.10.2016 | Skoðanir

Hversu hár verður kosningatékkinn?

Viðskiptaráð hefur áætlað kostnað hins opinbera vegna helstu kosningaloforða í yfirstandandi kosningabaráttu. Samanlegt myndu opinber útgjöld aukast um tvö hundruð milljarða á ári ef helstu loforðin væru uppfyllt. Slík hækkun jafngildir 27% aukningu heildarútgjalda ríkissjóðs.

Kosningaloforð eru eðlilegur hluti kosningabaráttu og gefa kjósendum vísbendingu um forgangsmál ólíkra framboða. Engu að síður er það eðlileg krafa til stjórnmálamanna að loforð þeirra séu sett fram af ábyrgð og taki tillit til heildaráhrifanna sem þeim fylgja.

Lesa skoðun

Viðfangsefni: Opinber þjónusta