Skipbrot skynseminnar

Ólgan á vinnumarkaði er helsta váin í íslensku efnahagslífi um þessar mundir. Ef ekki kemur til sáttar í þessum deilum mun niðurstaðan vera óhagfelld fyrir alla aðila. Verðbólga, veikara gengi og minni hagvöxtur rýrir lífsgæði allra. Brýnt er að aðilar á vinnumarkaði missi ekki sjónar á því að hagfelld skilyrði fyrir aukinni verðmætasköpun eru eina leiðin til að bæta kjör launþega til lengri tíma litið.

Lesa skoðun

Í skoðuninni kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Umframlaunahækkanir opinberra starfsmanna í takt við núverandi kröfur myndi leiða til 50 ma. kr. árlegum halla í opinberum rekstri.
  • Svigrúm til krónutöluhækkunar nemur fyrst á litið um 65.000 kr. á mánuði yfir næstu þrjú ár. Slík hækkun myndi hins vegar leiða til ríflegra prósentuhækkana allra hópa.
  • Ríflegar prósentuhækkanir myndu þurrka út ávöxtun eigin fjár íslenskra fyrirtækja ef þau bregðast ekki við með verðhækkunum eða uppsögnum.
  • Hækkun vaxta kemur verst við tekjulága þar sem vaxtabyrði þeirra er þyngri en annarra.

Lesa skoðun 

Tengt efni

Ógnar nýsköpun þjóðaröryggi?

Hagsmunir af því að fæla ekki enn frekar burt erlenda fjárfestingu eru ...
21. nóv 2022

Engin velferð án atvinnulífs

Eftirfarandi grein birtist í Markaði Fréttablaðsins, miðvikudaginn 22. október:
22. okt 2008

Kauphöllin hentugur kostur fyrir Landsvirkjun

Í gærmorgun fór fram fyrsti fundur í fundaröð Deloitte, Kauphallarinnar og ...
25. nóv 2011