Leiðbeiningar um stjórnarhætti á ensku

Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja sem gefnar voru út í mars á þessu ári eru nú komnar út í enskri þýðingu. Viðskiptaráð hefur unnið leiðbeiningarnar í samstarfi við Nasdaq OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins, en þær komu fyrst út árið 2004 og endurskoðuð útgáfa ári síðar. Þriðja útgáfa leiðbeininganna var gefin út árið 2009 og tóku þær þá talsverðum breytingum, en hér er því um fjórðu útgáfu þeirra að ræða.

Markmið leiðbeininganna er að bæta stjórnarhætti með því að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda fyrirtækja, auðvelda þeim þannig að rækja störf sín og um leið treysta hag helstu hagsmunaaðila fyrirtækja. Leiðbeiningunum er ætlað að sýna vilja viðskiptalífsins í verki til að mæta þeirri ábyrgð sem á því hvílir og frumkvæði þess við að taka upp viðmið sem styrkja innviði fyrirtækja og efla traust almennt gagnvart viðskiptalífinu. Ensk útgáfa þeirra gagnast sérstaklega íslenskum fyrirtækjum með erlenda stjórnarmenn í sínum stjórnum.

Tengt efni

Fimm staðreyndir inn í kjaraviðræður

Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, skrifar um fimm staðreyndir ...
24. jan 2024

Endurskoða þarf íþyngjandi ákvæði persónuverndarlaga

Umsögn Viðskiptaráðs, SA, SI, SFS, SVÞ, SAF, Samorku og SFF um frumvarp til laga ...
25. okt 2022

Mikilvægt að taka tillit til fleiri þátta við mat á sóttvarnaaðgerðum

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til sóttvarnalaga (mál nr. 498)
2. jún 2022