Viðskiptaráð Íslands gefur út stefnumótandi skýrslur um ýmis málefni, m.a. í tengslum við árlegt Viðskiptaþing. Skýrslur ráðsins eru stefnumótandi innlegg í umræðu um rekstrarumhverfi íslensks viðskiptalífs.
17.08.2016 | Skýrslur
Alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company gaf út skýrslu um íslenska hagkerfið árið 2012. Í nýju riti Viðskiptaráðs, Leiðin að aukinni hagsæld, eru helstu greiningar skýrslunnar uppfærðar, efnahagsleg framvinda síðustu ára rýnd í ljósi niðurstaðna hennar og mat lagt á framvindu umbótatillagna sem lagðar voru fram í kjölfar útgáfu hennar.
11.02.2016 | Skýrslur
Nýtt málefnarit Viðskiptaráðs, ,,Leiðin á heimsleikana – aukin framleiðni í innlenda þjónustugeiranum“ var gefið út í dag í tilefni Viðskiptaþings og fjallar ritið um innlenda þjónustugeirann í alþjóðlegu samhengi.
13.02.2015 | Skýrslur
Í nýju riti Viðskiptaráðs, „Hið opinbera: tími til breytinga“, er lögð fram heildstæð sýn ráðsins á hlutverk, rekstur og fjármögnun hins opinbera ásamt tillögum að breytingum til að auka hagkvæmni í opinberum rekstri.
18.07.2013 | Skýrslur
Íslenskt efnahagslíf hefur gengið í gegnum umtalsverðar breytingar á síðustu árum. Á sama tíma hefur upplýsingagjöf til erlendra aðila um stöðu efnahagsmála á Íslandi verið af skornum skammti. Af þeim sökum hefur reynst erfitt fyrir mikilvæga hagsmunaaðila íslenskra fyrirtækja og yfirvalda að ná góðri yfirsýn um orsakir efnahagskreppunnar og stöðu hagkerfisins almennt.
13.02.2013 | Skýrslur
Hugmyndahandbók Viðskiptaráðs, sem gefin var út á Viðskiptaþingi rétt í þessu, hefur að geyma 13 tillögur að aukinni hagkvæmni. Farið er ofan í þrjár megin greinar atvinnulífsins þ.e. auðlindatengda starfsemi, alþjóðlega starfsemi og innlenda þjónustu.
15.02.2012 | Skýrslur
Í skýrslu til Viðskiptaþings er fjallað nánar um efni þingsins, þ.e. Hvers virði er atvinnulíf?, þar sem m.a. er rýnt í tengsl atvinnulífs, hagvaxtar og lífskjara, uppruna hagvaxtar, hagstjórn síðustu áratuga, hagvaxtarþróun hérlendis í alþjóðlegu samhengi, samsetningu hagvaxtar og meginmarkmið hagstjórnar.
20.08.2010 | Skýrslur
Í dag kom út uppfærð útgáfa af skýrslu Viðskiptaráðs um stöðu efnahagsmála á Íslandi, The Icelandic Economic Situation - Status report. Skýrslan, sem er á ensku, kom fyrst út í október 2008 og hefur verið uppfærð reglulega síðan. Hún er hugsuð til upplýsingamiðlunar og jafnframt til að kynna stöðu mála hér á landi fyrir erlendum samstarfs- og hagsmunaaðilum.
01.12.2008 | Skýrslur
Upplýsingaskjal handa erlendum aðilum, "The Icelandic Economic Situation: Status Report", hefur nú verið uppfært. Skjalið má nálgast hér.
17.06.2008 | Skýrslur
Í dag kom út skýrsla Viðskiptaráðs Útþenslan hins opinbera: orsakir, afleiðingar og úrbætur þar sem fjallað er um fjármál hins opinbera og úrræði nú í lok langs hagvaxtarskeiðs í íslensku hagkerfi. Þrátt fyrir mikinn vöxt tekna síðustu árum hafa stjórnvöld ekki nýtt tækifærið til að draga hlutfallslega úr umsvifum hins opinbera og létta á framleiðsluspennu.
08.02.2006 | Skýrslur
Viðskiptaráð Íslands setti saman hóp af forystumönnum úr íslensku viðskiptalífi, háskólum og menningarstofnunum, til þess að vinna að gerð skýrslu um íslenska framtíðarsýn á hinum ýmsu sviðum. Heiti skýrslunnar er Ísland 2015 og hana má nálgast hér.