Viðskiptaráð Íslands gefur út stefnumótandi skýrslur um ýmis málefni, m.a. í tengslum við árlegt Viðskiptaþing. Skýrslur ráðsins eru stefnumótandi innlegg í umræðu um rekstrarumhverfi íslensks viðskiptalífs.
12.02.2014 | Skýrslur
Í upplýsingarit Viðskiptaráðs um uppbyggingu alþjóðageirans á Íslandi, sem gefið var út á Viðskiptaþingi rétt í þessu, er fjallað um hlutverk alþjóðageirans í íslensku hagkerfi og þær meginforsendur sem styðja við eflingu hans. Þá er farið yfir tækifæri og áskoranir í umhverfi slíkrar starfsemi hérlendis út frá dæmisögum fjögurra ólíkra fyrirtækja innan alþjóðageirans.
15.12.2011 | Skýrslur
Nýverið kom út ný skýrsla Viðskiptaráðs um gjaldeyrishöftin þar sem fjallað er um kostnaðinn sem af þeim hlýst og efnahagsleg áhrif þeirra. Tilgangur með útgáfu skýrslunnar er að ýta á ný við umræðu um gjaldeyrishöftin með því að varpa ljósi á margvíslega skaðsemi þeirra fyrir íslenskt hagkerfi verði þau of lengi við lýði.
16.02.2011 | Skýrslur
Í ár er Viðskiptaþing haldið undir yfirskriftinni „Tökumst á við tækifærin - Atvinnulíf til athafna“, en umfjöllunarefni þess eru þau fjölbreyttu tækifæri sem byggja á grunnstoðum íslensks atvinnulífs.
17.02.2010 | Skýrslur
Fjallað var um niðurstöður könnunar um rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi sem Capacent Gallup framkvæmdi fyrir Viðskiptaráð í skýrslu sem birt var samhliða Viðskiptaþingi.
08.06.2009 | Skýrslur
Rúmlega 50 manns sóttu málþing Viðskiptaráðs um lítil og meðalstór fyrirtæki undir yfirskriftinni „Margt smátt gerir eitt stórt“ í Þjóðminjasafni Íslands á föstudaginn. Tilgangur þingsins var einkum að vekja athygli á mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja í efnahagslífinu og fjalla um helstu ögranir og áskoranir á rekstrarumhverfi fyrirtækja af þessari stærðargráðu hér á landi.
14.02.2008 | Skýrslur
Metþátttaka og uppselt var á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands. Hátt í 500 gestir mættu, en meðal gesta voru lykilmenn í íslensku viðskiptalífi, ráðherrar, þingmenn, fræðimenn, erlendir sendiherrar og embættismenn. Yfirskriftin var að þessu sinni: Krónan: Byrði eða blóraböggull og var tileinkuð skipan peningamála hérlendis.
13.02.2008 | Skýrslur
Á Viðskiptaþingi í dag voru kynntar niðurstöður könnunar sem gerð var meðal hátt í 300 aðildarfélaga Viðskiptaráðs Íslands. Til marks um áhuga félagsmanna á málefninu var svarhlutfall ríflega 70%, sem er óvenju hátt fyrir þetta form könnunar. Það er afdráttarlaus skoðun aðildarfélaga að evran komi helst til greina ef íslensk stjórnvöld ákveða að taka upp annan opinberan gjaldmiðil.
17.09.2007 | Skýrslur
Í ræðu sinni á 90 ára afmæli Viðskiptaráðsins í dag kynnti Finnur Oddson 90 tillögur að bættri samkeppnishæfni Íslands. Finnur sagði meðal annars 90 tillögum Viðskiptaráðs má lýsa sem stefnuskrá ráðsins. Sumar eru sjálfsagðar en aðrar umdeildar, en höfuðmarkmið þeirra er að ýta við umræðu sem hefur það að markmiði að styrkja samkeppnishæfi Íslands.
24.04.2007 | Skýrslur
Yfir 100 gestir sóttu ráðstefnu um einkaframkvæmd sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík í gær. Ráðstefnan var samstarfsverkefni ýmissa aðila, en auk Viðskiptaráðs og Háskólans í Reykjavík komu að verkefninu Samtök atvinnulífsins, KPMG, Glitnir, Þyrping, Nýsir, ÍAV, Seltjarnarnesbær, Baugur, Sjóvá og Milestone.
11.02.2004 | Skýrslur
Mjög góð þátttaka var á Viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands. Um 300 manns sóttu árlegt Viðskiptaþing Verslunarráðs Íslands sem haldið var á Nordica hóteli í dag. Skýrsla þingsins ber heitiði Minni ríkisumsvif margfalda tækifærin.