21.9.2017 | Skráning á ráðstefnur
Fyrirlestur Dominic Barton þann 21. september er einstakt tækifæri fyrir nemendur og aðra hér á landi til þess að hlusta á einn fremsta leiðtoga heims á sínu sviði og um leið skyggnast inn í þarfir framtíðarinnar.
15.9.2017 | Opinn viðburður
Í tilefni af 100 ára afmæli Viðskiptaráðs Íslands stendur ráðið fyrir verkkeppni (e. case competition) í fyrsta sinn. Verkkeppnin gengur þannig fyrir sig að 4-5 manna lið hafa eina helgi til þess að móta og kynna hugmynd við spurningunni “Hvernig verður Ísland tæknivæddasta þjóð í heimi árið 2030?”. Í upphafi keppninnar hlusta liðin á fyrirlestra þar sem verkefni keppninnar eru útskýrð frekar. Þá er liðunum til halds og trausts fjölbreyttur hópur leiðbeinenda úr atvinnulífinu.
26.4.2016 | Opinn viðburður
Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins standa að morgunverðarfundi um inngrip stjórnvalda á mörkuðum á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 26. apríl kl. 8.30-10.00. Meðal þess sem fjallað verður um á fundinum eru heimildir Samkeppniseftirlitsins til íhlutunar á mörkuðum, markaðsrannsóknir eftirlitsins og skýrsla um eldsneytismarkaðinn.
17.12.2015 | Opinn viðburður
Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins standa saman að morgunverðarfundi um réttarstöðu fyrirtækja við rannsókn mála. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 17. desember kl. 8.30-10.00 á Grand Hóteli Reykjavík. Athugið að frítt er inn á fundinn en nauðsynlegt er að tilkynna mætingu hér að neðan.
18.9.2015 | Viðburðir
Fyrsta úthlutun úr Rannsóknasjóði Viðskiptaráðs Íslands fer fram föstudaginn 18. september. Tilkynnt verður um styrkþega og munu þeir gera stutta grein fyrir verkefnum sínum.