Aðild að Viðskiptaráði

Hér fyrir neðan má finna ýmsar upplýsingar ávinning aðildar að Viðskiptaráði. Ef þú vilt fræðast frekar um ráðið og hvernig aðild getur gagnast þér þá skaltu endilega senda okkur skilaboð með því að fylla út þetta form og við höfum samband við þig.

  • Smelltu hér ef þú vilt senda inn formlega umsókn um aðild að Viðskiptaráði.

Um aðild að Viðskiptaráði

Með því að gerast aðili að Viðskiptaráði Íslands getur fyrirtæki þitt tekið þátt í að móta íslenskt viðskiptalíf, notfært sér margvíslega þjónustu ráðsins, komið hugmyndum og málefnum á framfæri, varið mikilvæga viðskiptahagsmuni í gegnum þriðja aðila og eflt bæði innlent og alþjóðlegt tengslanet.

Aðild að Viðskiptaráði felur meðal annars í sér eftirfarandi ávinning:

  • Aðgangur að öflugum málsvara sem gætir hagsmuna meðlima gagnvart hinu opinbera og öðrum, bæði sértækra hagsmuna einstakra félaga og hagsmuna viðskiptalífsins í heild.
  • Efling innlends tengslanets í gegnum stjórn Viðskiptaráðs, málefnahópa, Viðskiptaþing og reglulega fundi um málefni sem varða atvinnulífið.
  • Efling alþjóðlegs tengslanets sitt í gegnum samstarf Viðskiptaráðs við önnur viðskiptaráð og hagsmunasamtök erlendis, millilandaráð og sendiráð hérlendis sem erlendis.
  • Ráðgjöf og þjónusta Viðskiptaráðs án endurgjalds. Sem dæmi má nefna öflun og miðlun upplýsinga til aðildarfélaga, samskipti við opinbera aðila og lögfræðiráðgjöf.
  • Áhrif á umsagnir Viðskiptaráðs um drög að reglugerðum opinberra stofnana og frumvörpum til Alþingis.
  • Aðgangur að fjölda viðburða og funda Viðskiptaráðs og fá betri kjör á námskeið Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík, en viðburðir eru oft haldnir eftir ábendingar frá félögum.
  • Áhrif á útgáfu Viðskiptaráðs, en ráðið gefur út stefnumótandi skýrslur, skoðanir og greinar ár hvert sem ætlað er að auka veg aðildarfélaga í viðskiptum.

Helstu upplýsingar um aðild að Viðskiptaráði Íslands veitir Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri, í síma 510-7100.

Sækja um aðild

Upplýsingar um félagið

Tengiliður

Viltu vita meira?

Hér getur þú skráð þig á póstlista Viðskiptaráðs