Félagar

Allir sem stunda rekstur, hvort sem er í smáum eða stórum stíl, geta átt aðild að Viðskiptaráði. Ráðið er vettvangur atvinnulífsins til þess að vinna að hvers konar framförum, að bættu starfsumhverfi og aukinni velmegun.

Viðskiptaráð Íslands er fyrir þá sem vilja:

  • vera upplýstir um málefni viðskiptalífsins
  • stuðla að bættum starfsskilyrðum atvinnulífsins
  • berjast fyrir sanngjarnri löggjöf og hagfelldu skattaumhverfi
  • stuðla að heiðarlegum og heilbrigðum viðskiptaháttum
  • sjá frjálst framtak njóta sín á Íslandi til hagsbóta fyrir samfélag og þjóð

Innan raða Viðskiptaráðs eru fyrirtæki í fjölbreyttri starfsemi, þar má nefna ferðaþjónustu, veitingar, fjármál, tryggingar, framleiðslu, hátækni, nýsköpun, ráðgjöf, samgöngur, fjarskipti, sjávarútveg, útgáfu, miðlun, þjónustu og verslun. Á síðustu árum hafa fjölmargir félagar bæst í hópinn en fjöldi fyrirtækja hefur starfað með Viðskiptaráði allt frá upphafsárum þess.

Fulltrúar aðildarfyrirtækja skipa stjórn sem kosin er á aðalfundi annað hvert ár. Innan stjórnar starfa málefnahópar sem aðstoða við stefnumótun ráðsins og gefst fulltrúum fyrirtækja þannig færi á að koma sjónarmiðum sínum áleiðis.