Í tilefni af 100 ára afmæli Viðskiptaráðs Íslands þann 17. september 2017 var gefið út sérstakt hátíðarrit með sögu ráðsins og fróðleik um verslun og viðskipti á árunum 1917-2017.

Hátíðarritið má lesa hér.

Í bókinni er 100 ára saga Viðskiptaráðs rituð af sagnfræðingunum Magnúsi Sveini Helgasyni og Stefáni Pálssyni. Bókina prýðir fjöldi mynda og fróðleikur ásamt kveðjum frá forseta Íslands og forsætisráðherra. Þar eru einnig viðtöl við forsvarsmenn þeirra aðildarfélaga er fylgt hafa ráðinu í yfir 90 ár. Að lokum er gægst inn í framtíðina með fjölbreyttum gestaskrifum. Bókin er fáanleg í takmörkuðu upplagi á skrifstofu ráðsins, Borgartúni 35 eða í gegnum netfangið vi@vi.is.

  • Ritstjórar: Védís Hervör Árnadóttir og Ásta S. Fjeldsted.
  • Hönnun og umbrot: Jökulá
  • Prentun: Prentmiðlun
  • Útgefandi: Viðskiptaráð Íslands

Myndbönd

Hugvit leyst úr höftum

Hugvit leyst úr höftum

Heimildarmynd um sögu Viðskiptaráðs Íslands í hundrað ár. Farið yfir sögu verslunar og viðskipta á Íslandi frá 1917 til 2017 og hlutverki Viðskiptaráðs á þeirri vegferð. Leikstjórn: Baldvin Albertsson. Framleiðsla: Tjarnargatan. Framleiðslustjóri: Védís Hervör Árnadóttir. Handrit: Stefán Pálsson, Magnús Helgason. Þulur: Védís Hervör Árnadóttir.

Sjá myndband

Önnur myndbönd

    Sjá öll myndbönd