Morgunverður með fyrrverandi forstjóra IBM í Þýskalandi

Staðsetning: Nordica hóteli, salur I (á 2. hæð) kl. 8:15-9:45

 

Hans Olaf Henkel forseti Leibniz samtakanna og fyrrverandi forstjóri IBM í Þýskalandi gestur á fundi ÞÍV og VÍ.


Í ljósi æ erfiðari stöðu þýskra efnahagsmála, síaukins atvinnuleysis og stöðnunar, efnir Þýsk-íslenska verslunarráðið í samvinnu við

Verslunarráð Íslands, til fundar með Hans Olaf Henkel, einum skeleggasta talsmanni þýsks atvinnulífs hin síðari ár.

-Hvaða leiðir eru til úrbóta?
-Hvernig má örva nýsköpun?
-Eru róttækar þjóðfélagsbreytingar óumflýjanlegar?
-Þvælist ,,arfleið” Þriðja ríkisins enn fyrir umbótum?

Hans Olaf Henkel er fyrrverandi forstjóri IBM í Þýskalandi, og æðsti maður IBM í Evrópu um árabil. Hann var mjög áberandi sem formaður Samtaka iðnaðarins í Þýskalandi (BDI) 1995 – 2000, en er nú forseti Leibniz samtakanna, samtaka 84 rannsóknarstofnana með 12.500 starfsmenn og 1 milljarð evra í veltu árlega. Henkel hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar á ferli sínum og skrifað fjórar mjög þekktar bækur um nýsköpun og efnahagsmál svo fátt eitt sé talið.

Fundurinn verður á Nordica hóteli, sal I, og fer fram á ensku og er öllum opinn.

Fundargjald kr. 2500 (morgunverður innifalinn).

Tengt efni

Ákvörðun sem kostað hefur íslenskt atvinnulíf 9,8 milljarða

Að innleiða regluverk, sem sniðið er að milljóna manna þjóðum, með meira ...
2. okt 2023

Alltaf á þolmörkum? Staða og framtíðarhorfur í heilbrigðismálum

Viðskiptaráð efnir til morgunfundar um heilbrigðismál. Fundurinn er einungis ...
18. ágú 2021