Millilandaráð

Millilandaráðin eru hluti af starfsemi Alþjóðasviðs og eru þau fjármögnuð af árgjöldum félaga í hverju ráði fyrir sig. Um helmingur félaga í ráðunum eru erlend fyrirtæki. Hvert ráð er sjálfstætt og með sjálfstæða stjórn sem jafnan er skipuð forsvarsmönnum og konum í viðskiptalífi beggja þjóða.

Millilandaráðum er ætlað að skapa vettvang til að örva viðskipti, koma á sambandi milli fyrirtækja eða forsvarsmanna fyrirtækja yfir landamæri, og standa fyrir hvers kyns viðburðum sem eflt geta samvinnu og tengsl, ásamt því að annast þjónustu við félaga.

Mikilvægur þáttur í starfi millilandaráða eru samskipti við önnur viðskiptaráð og hagsmunasamtök erlendis og hérlendis, stjórnvöld á Íslandi og erlendis, alþjóðlegar stofnanir, sendiráð erlendra ríkja á Íslandi, ræðisskrifstofur, fjölmiðla og aðra sem vilja stofna til viðskipta eða samskipta í efnahags- og atvinnulífi.

Forstöðumaður Alþjóðasviðs er Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir og er hún jafnframt framkvæmdastjóri allra millilandaráðanna. Nánari upplýsingar um starfsemi sviðsins og einstakra millilandaráða veitir forstöðumaður í síma 510-7111.

Millilandaráð Viðskiptaráðs:

AMIS Amerísk-íslenska
Stofnað 1988

BRIS Bresk-íslenska
Stofnað 1997
DIV Dansk-íslenska
Stofnað 2000
FRIS Fransk-íslenska
Stofnað 1990

Færeysk-íslenska
Stofnað 2012
Grænlensk-íslenska Grænlensk-íslenska
Stofnað 2012

ITIS Ítalsk-íslenska
Stofnað 2001
Norsk-islenska Norðurslóða
Stofnað 2013

Norsk-islenska Norsk-íslenska
Stofnað 2011
SPIS án texta Spánsk-íslenska
Stofnað 1997

SIV Sænsk-íslenska
Stofnað 1997
AHK Þýsk-íslenska
Stofnað 1995
Japansk-íslenska
Stofnað 2017