Málefnastarf

Málefnastarf Viðskiptaráðs miðar að því að bæta rekstrarumhverfi íslensks viðskiptalífs og styrkja þannig forsendur fyrir aukinni verðmætasköpun og bættum lífskjörum. Starfið samanstendur af útgáfu, viðburðum og umsögnum um lagafrumvörp.

11.02.2016 | Fréttir

Viðskiptaþing: Agnes, Ásbjörg, Eiríkur og Róbert hljóta námsstyrki Menntasjóðs Viðskiptaráðs

Á árlegu Viðskiptaþingi voru veittir námsstyrkir úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands. Ríflega 180 umsóknir bárust frá íslenskum námsmönnum í framhaldsnámi í 18 löndum víðsvegar um heiminn.

11.02.2016 | Fréttir

Formaður Viðskiptaráðs: Einföldun regluverks setið á hakanum

Ein stærsta efnahagslega áskorun Íslendinga er lág framleiðni. Aukin framleiðni fyrirtækja í innlendum rekstri er lykillinn að bættum lífskjörum hérlendis. Þetta kom fram í máli Hreggviðs Jónssonar, fráfarandi formanns Viðskiptaráðs, í opnunarræðu Viðskiptaþings í dag.

11.02.2016 | Skýrslur

Leiðin á heimsleikana

Nýtt málefnarit Viðskiptaráðs, ,,Leiðin á heimsleikana – aukin framleiðni í innlenda þjónustugeiranum“ var gefið út í dag í tilefni Viðskiptaþings og fjallar ritið um innlenda þjónustugeirann í alþjóðlegu samhengi.

11.02.2016 | Skýrslur

Skýrsla aðalfundar 2016

Viðskiptaráð hefur gefið út skýrslu aðalfundar 2016 undir heitinu „Starfsemi Viðskiptaráðs.“ Þar má finna heildstætt yfirlit yfir starfsemi ráðsins síðastliðin tvö ár.

09.02.2016 | Fréttir

Opnunartími skrifstofu 11. og 12. febrúar

Fimmtudaginn 11. febrúar fer fram árlegt Viðskiptaþing á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13.00-17.00 og af þeim sökum verður skrifstofa Viðskiptaráðs opin frá kl. 8.00 til 12.00. Skrifstofa ráðsins opnar kl. 10.00 föstudaginn 12. febrúar.  Yfirskrift þingsins er „Héraðsmót eða heimsleikar? Innlendur rekstur í alþjóðlegu samhengi“ og eru efnistök fjölbreytt og þátttakendur koma úr ýmsum áttum.

09.02.2016 | Fréttir

Regluverk dýrt smærri fyrirtækjum

Leikreglum er ætlað að vernda heildarhagsmuni en kostnaður fyrirtækja vegna framfylgni þeirra deilist hins vegar ójafnt niður. Þannig bera smærri fyrirtæki mun þyngri byrðar vegna íþyngjandi leikeglna en þau sem stærri eru.

28.01.2016 | Fréttir

Uppselt á Viðskiptaþing 2016

Mikil aðsókn er á Viðskiptaþing og er nú orðið uppselt þegar tvær vikur eru í þing. Tekið er við skráningum á biðlista og ef afskráning á sér stað fær efsti aðili á biðlista úthlutuðu sæti á þinginu.

18.01.2016 | Fréttir

Dagskrá Viðskiptaþings 2016

Dagskrá Viðskiptaþings, sem haldið verður fimmtudaginn 11. febrúar næstkomandi frá kl. 13 til 17, hefur nú verið opinberuð. Umræða um aukna framleiðni verða í forgrunni á þinginu og koma þátttakendur úr ýmsum áttum.

07.01.2016 | Fréttir

Ajay Royan og Amy Cosper aðalræðumenn Viðskiptaþings

Aðalræðumenn Viðskiptaþings 2016 verða þau Ajay Royan, áhættufjárfestir í Silicon Valley, og Amy Cosper, ritstjóri tímaritsins Entrepreneur. Þau munu fjalla um áhrif tæknibreytinga og breytta viðskiptahátta á rekstrarumhverfi fyrirtækja og þær hugarfarsbreytingar sem stjórnendur þurfa að tileinka sér til að mæta þeim áskorunum sem því fylgir.

27.02.2015 | Fréttir

Myndband: Hið opinbera: tími til breytinga

Á Viðskiptaþingi 2015 var sýnt myndband sem fjallar um meginskilaboð nýs rits sem Viðskiptaráð gaf út samhliða Viðskiptaþingi. Í ritinu „Hið opinbera: tími til breytinga“ er lögð fram heildstæð sýn ráðsins á hlutverk, rekstur og fjármögnun hins opinbera.