Málefnastarf Viðskiptaráðs miðar að því að bæta rekstrarumhverfi íslensks viðskiptalífs og styrkja þannig forsendur fyrir aukinni verðmætasköpun og bættum lífskjörum. Starfið samanstendur af útgáfu, viðburðum og umsögnum um lagafrumvörp.
05.02.2019 | Staðreyndir
Viðskiptaráð kynnir nýjan spurningaleik um tekjur, kaupmátt og öll þessi hugtök sem dynja á okkur á hverjum degi.
01.02.2019 | Umsagnir
Viðskiptaráð leggur til að frumvarp um Þjóðarsjóð nái ekki fram að ganga en í staðinn verði grundvöllur þeirrar hugmyndar sem lögð er fram í umsögninni verði kannaður til hlítar.
07.01.2019 | Greinar
Ein af þeim kröfum sem sett er fram í kjaraviðræðum, ásamt tugprósenta launahækkunum, er að lægstu laun verði skattfrjáls. Sú tillaga hljómar ágætlega í sjálfu sér enda eru langflestir sammála um að skattbyrði fylgi tekjum einstaklinga upp að einhverju marki. Við nánari athugun er tillagan þó langt í frá ágæt.
03.01.2019 | Skoðanir
Nú um áramót losnuðu 82 kjarasamningar og síðar á árinu losna enn fleiri samningar. Í nýrri skoðun Viðskiptaráðs er fjallað um kjaramálin af því tilefni.
15.11.2018 | Greinar
Líkt og í öðrum þjóðmálum er manni nánast hrint út í að skipa sér í fylkingu – með eða á móti – annars telst maður ekki gjaldgengur í umræðu dagsins. Hvað ef maður finnur sig ekki í þessum fylkingum? Hvað ef þessi alvarlegu mál horfa öðruvísi við manni?
26.10.2018 | Greinar
Það hljóta allir að vera sammála því að skattar eiga ekki að hvetja til skuldsetningar umfram það sem samræmist efnahagslegum stöðugleika og að samanburður skattprósenta milli landa segir okkur lítið einn og sér.
24.10.2018 | Staðreyndir
Fjármagnstekjuskattur hefur mikið verið í deiglunni að undanförnu. Af því tilefni hefur Viðskiptaráð tekið saman stutt myndband um fjármagnstekjuskatt.
17.10.2018 | Greinar
Á mannamáli þýðir því bankaskatturinn minni ávöxtun á sparifé og hærri vexti til fólks og fyrirtækja. Þannig er einfaldlega eðli skatta. Varla heyrist sá dagur sem ekki er, með réttu, kvartað yfir því að vaxtastig á Íslandi sé of hátt. Vandfundin er leið að því markmiði sem er jafn beinskeytt og lækkun eða afnám bankaskatts.
10.10.2018 | Umsagnir
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvarp til fjárlaga. Gert er ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs verði 891 milljarður króna. Bæði eru það gríðarlega háir fjármunir og spyrja má áleitinna spurninga um forgangsröðun þeirra fjármuna sem Viðskiptaráð gerir athugasemdir við í sjö liðum.
24.08.2018 | Staðreyndir
Samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands um þróun heildartekna og atvinnutekna virðist sem tekjujöfnuður hafi aukist nokkuð árið 2017. Ennfremur hefur kynbundinn tekjumunur minnkað og þá hefur kaupmáttaraukning síðustu ára runnið í meira mæli til eldri aldurshópa heldur en yngri aldurshópa.