Menntasjóður

Til að mæta eftirspurn eftir vel menntuðu og hæfu starfsfólki er mikilvægt fyrir atvinnulífið að taka virkan þátt í uppbyggingu menntunar. Að þessu hlutverki hefur Viðskiptaráð komið með markvissum hætti síðustu ár og áratugi í gegnum Menntasjóð Viðskiptaráðs Íslands. Sjóðurinn er sjálfseignastofnun sem starfar undir vernd og umsjón Viðskiptaráðs Íslands.

Markmið Menntasjóðs Viðskiptaráðs Íslands er að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs með því að efla og bæta menntun og rannsóknir á öllum skólastigum og styðja við nýsköpun atvinnulífs. Stjórn Viðskiptaráðs myndar fulltrúaráð Menntasjóðsins og fer með æðsta vald í málefnum stofnunarinnar.

Sjóðurinn er meirihlutaeigandi í Háskólanum í Reykjavík og rak jafnframt Verzlunarskóla Íslands um árabil. Auk þess veitir sjóðurinn árlega styrki til námsmanna og einstaklinga sem stunda rannsóknir eða nýsköpun sem styðja við verðmætasköpun. Nánari upplýsingar um náms- og rannsóknarstyrki má nálgast í valmyndinni.