Verzlunarskóli Íslands

Verzlunarskólinn tók til starfa haustið 1905. Stofnaðilar skólans voru Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og Kaupmannaráð Reykjavíkur. Markmið með stofnun skólans var að auðvelda Íslendingum að afla sér menntunar á verslunarsviði. Þegar Verzlunarráð (nú Viðskiptaráð) var stofnað tók ráðið yfir rekstur skólans og hafði umsjón með uppbyggingu skólans í yfir 90 ár.

Á vormánuðum árið 2014 tók ný skipulagsskrá skólans gildi. Með henni var aðkoma atvinnulífsins að starfsemi Verzlunarskólans breikkuð auk þess sem tengsl við fyrrverandi nemendur voru efld í gegnum þátttöku þeirra í nýju fulltrúaráði skólans. Með fjölbreyttari aðkomu atvinnulífsins er skólinn enn betur í stakk búinn til að mæta ólíkum þörfum viðskiptalífsins og þeim breytingum sem framundan eru í menntamálum landsins. Viðskiptaráð skipar nú þrjá af níu meðlimum fulltrúaráðs Verzlunarskólans

Á þeim hundrað árum sem liðin eru frá stofnun skólans hefur margt breyst. Nemendafjöldi hefur margfaldast og námsframboð orðið fjölbreyttara með hverjum áratuginum sem liðið hefur. Má því segja að Verzlunarskólinn hafi á þessum hundrað árum viðhaldið þeim sérkennum sínum að vera framsækinn skóli sem jafnan hefur leitast við að bjóða upp á fjölbreytt nám sem svarar kröfum síns tíma.

Heimasíða skólans

Skipulagsskrá skólans