Viðskiptaþing 2013 á miðvikudaginn

Viðskiptaþing 2013 verður haldið miðvikudaginn 13. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica. Á þinginu mun Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, kynna Hugmyndahandbók með 13 tillögum að aukinni hagkvæmni til að efla framleiðni. Tillögurnar voru mótaðar á síðustu vikum af þremur vinnuhópum á vegum Viðskiptaráðs, sem í sátu fulltrúar fyrirtækja víða úr atvinnulífinu auk fræðimanna.

Tillögurnar varða þrjá meginþætti íslensks atvinnulífs, þ.e. auðlindatengda starfsemi, alþjóðlega starfsemi og innlenda þjónustu. Í Hugmyndahandbókinni er m.a. fjallað um:

  • Samspil stærðarhagkvæmni og samþjöppunar
  • Aðferð Dana til að tryggja pólitískan stöðugleika
  • Samkeppnislegt hlutleysi opinberra aðila gagnvart einkaaðilum
  • Hvernig Hagstofan geti virkað eins og kauphöll við miðlun upplýsinga
  • Samstarf hins opinbera og ferðaþjónustunnar til að auka arðsemi í greininni
  • Mikilvægi þess að hámarka auðlindarentuna og samræma langtímahagsmuni
  • Hvernig gúrkunni, tómatnum og paprikunni vegnaði eftir afnám tolla
  • Kortlagningu allra valkosta í orkunýtingu til að skapa langtímasátt
  • Umbætur á menntakerfinu til að auka samkeppnishæfni íslensks mannauðs
  • Leiðir til að efla fjárfestingarumhverfið, frá nýsköpun til skráningar á markað
  • Mögulegan efnahagsábata bætts umhverfis fyrir atvinnurekstur á internetinu

Auk þess að fá eintak af Hugmyndahandbókinni gefst fundargestum tækifæri til að spyrja aðalræðumann þingsins, Esko Aho fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, s.s. um reynslu Finna úr Norðurlandakrísunni og hverja hann telur vera næstu uppsprettu vaxtar heimshagkerfisins á komandi árum.

SKRÁNING FER FRAM HÉR

Tengt efni

Stjórnvöld efni loforð sín og setji aukinn kraft í einföldun regluverks

Umsögn Viðskiptaráðs um tillögu til þingsályktunar um tímasetta aðgerðaáætlun um ...
3. feb 2022

Menntun og verðmætasköpun - málþing í HR

Til að koma Íslandi út úr kreppu þarf að auka verðmætasköpun í landinu. Þetta ...
11. apr 2013

Iceland's Bright Future

Bresk-íslenska viðskiptaráðsins stendur fyrir morgunverðarfundi þann ...
23. sep 2014