Fréttir

12.02.2014 | Fréttir

Viðskiptaþing 2014: Vöxtur frá örmarkaði til alþjóðamarkaðar

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, fjallaði í erindi sínu á Viðskiptaþingi um þróun fyrirtækisins frá örmarkaði til alþjóðamarkaðar. Hann fór yfir sögu fyrirtækisins í stuttu máli, en hugmyndin að baki stofnun Marel kveiknaði við verkefnavinnu í Háskóla Íslands þar sem markmiðið var að auka framleiðni og nýtingu í sjávarútvegi. Fyrirtækið var stofnað árið 1983, tveimur árum síðar opnaði fyrirtækið söluskrifstofu í Kanada og árið 1992 er það skráð í Kauphöll Íslands.

12.02.2014 | Fréttir

Viðskiptaþing 2014: Nauðsynlegur vöxtur í alþjóðageiranum nemur um 80 nýjum „CCP-um“

Á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir, ræddi Sven Smit framkvæmdastjóri McKinsey & Company í Evrópu um hvernig megi leysa úr læðingi drifkrafta hagvaxtar á Íslandi. Í erindinu fór Sven stuttlega yfir niðurstöður skýrslu McKinsey & Company um Ísland, sem kom út í október 2012.

11.02.2014 | Fréttir

Uppselt á Viðskiptaþing á morgun

Vegna mikillar aðsóknar á árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica á morgun, miðvikudaginn 12. febrúar, getum við því miður ekki tekið við frekari skráningum á þingið.

22.11.2013 | Fréttir

Hugleiðingar fyrir smærri fjárfesta

Laugardaginn 16. nóvember síðastliðinn var Kauphallardagurinn haldinn í fyrsta sinn, en það voru Háskólinn í Reykjavík og NASDAQ OMX Iceland (Kauphöllin) sem stóðu fyrir viðburðinum. Boðið var upp á fjölda ókeypis örnámskeiða og fræðslu um málefni tengd fjármálum og sparnaði fyrir alla aldurshópa og því gátu allir gestir fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

22.11.2013 | Fréttir

Gera má betur í regluverki erlendra fjárfestinga

Mánudaginn 18. nóvember síðastliðinn fór fram ráðstefna í Háskólanum í Reykjavík um regluverk erlendra fjárfestinga hérlendis. Að ráðstefnunni stóðu HR, Viðskiptaráð Íslands, JURIS lögmansstofa og LEX lögmannsstofa.

15.11.2013 | Fréttir

Fjölsóttur fundur um lífeyrissjóði og atvinnulífið

Ríflega 150 manns sóttu fund Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands og Landssamtaka lífeyrissjóða núna í morgun. Var þar fjallað um samspil lífeyrissjóða og atvinnulífsins, mikilvægi góðra stjórnarhátta og virkrar samkeppni.

17.10.2013 | Fréttir

Er hagvöxtur aukaatriði?

Fjárlagafrumvarp næsta árs leit dagsins ljós nýverið og hefur vakið upp blendin viðbrögð. Mikil umræða hefur spunnist um afmarkaða málaflokka en minna hefur verið fjallað um þá efnahagsstefnu sem frumvarpið felur í sér.

16.09.2013 | Fréttir

Íslenska fjármálakerfið – framtíðin er björt

Um 250 manns mættu á morgunverðarfund Viðskiptaráðs Íslands þar sem fjallað var um framtíð íslenska fjármálakerfisins og hver leiðarljós uppbyggingar ættu að vera. Aðalræðumaður fundarins var Hans Dalborg, fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður Nordea Bank, en hann fjallaði um reynslu Svía af enduruppbyggingu fjármálakerfisins þar í landi á níunda áratugnum og þann lærdóm sem Íslendingar gætu dregið af þeirri reynslu.

23.05.2013 | Fréttir

Uppfærsla á skýrslu um stöðu efnahagsmála

Frá haustinu 2008 hefur Viðskiptaráð staðið fyrir útgáfu skýrslu á ensku um þróun efnahagsmála hérlendis, The Icelandic Economic situation – Status report. Skýrslan hefur alls verið uppfærð 15 sinnum og að jafnaði verið send á yfir 2.000 erlenda tengiliði í fyrirtækjum, alþjóðastofnunum, systursamtökum Viðskiptaráðs og stjórnkerfum annarra ríkja víðs vegar um heim.

08.02.2013 | Fréttir

Viðskiptaþing 2013 á miðvikudaginn

Viðskiptaþing 2013 verður haldið miðvikudaginn 13. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica. Á þinginu mun Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, kynna Hugmyndahandbók með 13 tillögum að aukinni hagkvæmni til að efla framleiðni. Tillögurnar voru mótaðar á síðustu vikum af þremur vinnuhópum á vegum Viðskiptaráðs, sem í sátu fulltrúar fyrirtækja víða úr atvinnulífinu auk fræðimanna.