Fréttir

23.01.2013 | Fréttir

Viðskiptaþing 2013: Hugmyndahandbók um aukna framleiðni

Á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs sem fram fer 13. febrúar næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica verða kynntar í formi Hugmyndahandbókar fjölmargar tillögur sem ætlaðar eru til að ýta undir framleiðni í hagkerfinu. Til hliðsjónar eru meginskilaboðin í skýrslu McKinsey & Company frá því á síðasta ári, en tillögurnar varða innlenda þjónustu, auðlindatengda starfsemi og alþjóðlega geirann.

11.10.2012 | Fréttir

Tækifæri á virkum verðbréfamarkaði

Í morgun fór fram þriðji og síðasti fundurinn í fundarröð Deloitte, Kauphallarinnar og Viðskiptaráðs Íslands um mikilvægi virks verðbréfamarkaðar á Íslandi. Þar kom m.a. fram að hægt og rólega er að lifna yfir hlutabréfamarkaði hér á landi.

17.02.2010 | Fréttir

Komandi lausnir munu ákvarða samkeppnishæfni íslenska hagkerfisins

Í ræðu sinni á Viðskiptaþingi kom Tómas Már Sigurðsson, formaður Viðskiptaráðs, m.a. inn á það að íslenskt atvinnulíf væri  í viðkvæmri stöðu um þessar mundir. Það hafi gengið illa að blása lífi í atvinnulífið að nýju eftir hrun bankakerfisins, en stöðugt fleiri fyrirtæki verða nú gjaldþrota og fjöldamörg störf hafa tapast.

02.12.2008 | Fréttir

Aðgerðir í þágu fyrirtækja

Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðaáætlun í þágu íslenskra fyrirtækja. Aðgerðum ríkisstjórnarinnar ber að fagna enda staða atvinnulífsins mjög alvarleg um þessar mundir. Algert forgangsmál er að tryggja viðunandi rekstrarumhverfi fyrirtækja enda er öflugt atvinnulíf grunnforsenda hagsældar.

06.11.2008 | Fréttir

Uppfært upplýsingaskjal

Uppfært upplýsingaskjal handa erlendum aðilum um stöðu mála á Íslandi er nú hægt að nálgast á vef Viðskiptaráðs. 

27.10.2008 | Fréttir

Upplýsingaskjal handa erlendum aðilum

Uppfært upplýsingaskjal handa erlendum aðilum er nú að finna á heimasíðu Viðskiptaráðs. Skjalið má nálgast hér.

13.02.2008 | Fréttir

Formaður Viðskiptaráðs segir tíma orða liðinn og að tími aðgerða verði að taka við

Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista og formaður Viðskiptaráðs, sagði í setningarræðu Viðskiptaþings 2007 að nú væri tími orða af hálfu hins opinbera liðinn og tími aðgerða þyrfti að taka við. Var hann þar m.a. að visa til þess óróa sem hefur einkennt krónuna að undanförnu og skorts á stefnumótun stjórnvalda í gjaldeyris- og efnahagsmálum. 

05.12.2007 | Fréttir

Morgunverðarfundur um þróun íslenks fjármálamarkaðar

Um 80 manns mættu á morgunverðarfund Viðskiptaráðs og Háskólans í Reykjavík um þróun íslensks fjármálamarkaðar sem haldinn var nú í morgun. Á fundinum Kynnti dr. Friðrik Már Baldursson nýja skýrslu Viðskiptaráðs Íslands um stöðu og og framþróun fjármálakerfis Íslands. Skýrslan ber nafnið „The Internationalisation of Iceland’s Financial Sector“ eða “Alþjóðavæðing íslenska fjármálakerfisins” og er rituð af þeim dr. Richard Portes prófessor við London Business School og dr. Friðriki Má Baldurssyni prófessor við Háskólann í Reykjavík í samstarfi við Frosta Ólafsson hagfræðing Viðskiptaráðs.

13.05.2004 | Fréttir

Fyrirtækjasamsteypur í íslensku umhverfi. Ræða eftir Þór Sigfússon á fundi FVH 13. maí 2004

Þegar skoðuð er útrás íslenskra fyrirtækja kemur í ljós að þau fyrirtæki sem náð hafa traustri markaðshlutdeild á stærri mörkuðum njóta meiri velgengni en önnur. Nær öll öflugustu íslensku útrásarfyrirtækin eru leiðandi á sínu sviði, annaðhvort á stórum mörkuðum eða á heimsvísu: Össur er næst stærsta stoðtækjafyrirtæki heims, Marel er eitt stærsta fyrirtækið í heiminum á sviði skurðartækni fyrir matvælavinnslu, Flaga MedCare eykur hlut sinn í svefnrannsóknum, Pharmaco (Actavis) er eitt af stærstu lyfjafyrirtækjum Austur Evrópu, Hampiðjan, SÍF, Sæplast og mörg önnur fyrirtæki tengd sjávarútvegi eru mjög öflug á einstökum sviðum og jafnvel með leiðandi markaðshlutdeild. 

06.04.2004 | Fréttir

Umfjöllun um íslensk fyrirtæki erlendis skapar tækifæri

Einn angi af alþjóðavæðingu íslenskrar útrásarstarfsemi er mikil umfjöllun um íslensk fyrirtæki í erlendum fjölmiðlum.  Ekki er langt síðan að það taldist til tíðinda hérlendis ef Ísland eða íslensk fyrirtæki voru nefnd í erlendum viðskiptatímaritum. Nú er slík umfjöllun orðið daglegt brauð.