Fréttir

24.09.2015 | Fréttir

Samningur við ESB eykur samkeppni í matvælaframleiðslu

Viðskiptaráð fagnar nýjum samningi Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur. Samningurinn felur í sér aukningu tollfrjálsra heimilda (tollkvóta) fyrir innflutning nokkurra tegunda matvæla, fyrst og fremst alifugla-, svína-, og nautakjöts ásamt ostum. Þá eru tollkvótar til útflutnings auknir umtalsvert.

13.07.2015 | Fréttir

Afnám tolla sparar meðalheimili 30 þúsund kr. á ári

Viðskiptaráð fagnar áformum fjármála- og efnahagsráðherra um að afnema alla tolla aðra en matartolla fyrir árið 2017. Í aðgerðunum felst skattalækkun sem leiðir til lægra vöruverðs og aukins kaupmáttar. Samkvæmt áætlun ráðsins munu breytingarnar draga úr útgjöldum meðalheimilis um 30 þúsund krónur á ári. 

11.05.2015 | Fréttir

ASÍ heldur uppteknum hætti

Verðlagseftirlit Alþýðusambandsins hefur birt nýja úttekt á verðbreytingum á byggingavörum í tengslum við afnám vörugjalda og lækkun virðisaukaskatts. Fyrir helgi birti eftirlitið sambærilega úttekt á heimilistækjum. Í báðum úttektum er fullyrt að verðlækkanir hafi verið litlar eða ekki í samræmi við væntingar. Þannig gefur ASÍ til kynna að skattalækkanir nýrra fjárlaga hafi ekki skilað sér að fullu til neytenda.

08.05.2015 | Fréttir

Villur hjá verðlagseftirliti ASÍ

Verðlagseftirlit ASÍ hefur birt úttekt um að verðlækkanir vegna afnáms vörugjalda og lækkun virðisaukaskatts hafi ekki verið í samræmi við væntingar. Nefnir eftirlitið sem dæmi að sjónvörp, útvörp og myndspilarar, sem áður báru 25% vörugjald, ættu að lækka í verði um 22,2%. Hins vegar er fullyrt að slík verðlækkun hafi ekki átt sér stað. Viðskiptaráð gerir athugasemdir við bæði aðferðafræði og niðurstöður verðlagseftirlitsins.

24.03.2015 | Fréttir

Tímabærar breytingar í tollamálum

Í umræðum á Alþingi í gær tilkynnti Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að framundan væri heildarendurskoðun á tollakerfinu hérlendis. Þá benti fjármálaráðherra jafnframt á að ríkissjóður hefði mjög litlar tekjur af tollum samanborið við þann kostnað sem fellur til vegna hins flókna kerfis.

07.04.2014 | Fréttir

Úttekt á stöðu aðildarviðræðnanna mikilvægt framlag til málefnalegrar umræðu

Ríflega 100 gestir sóttu kynningarfund á úttekt Alþjóðamálastofnunar á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík í dag. Á fundinum kynntu höfundar úttektarinnar helstu niðurstöður kafla hennar og sátu fyrir svörum að því loknu. Að úttektinni stóðu, ásamt

23.05.2013 | Fréttir

Uppfærsla á skýrslu um stöðu efnahagsmála

Frá haustinu 2008 hefur Viðskiptaráð staðið fyrir útgáfu skýrslu á ensku um þróun efnahagsmála hérlendis, The Icelandic Economic situation – Status report. Skýrslan hefur alls verið uppfærð 15 sinnum og að jafnaði verið send á yfir 2.000 erlenda tengiliði í fyrirtækjum, alþjóðastofnunum, systursamtökum Viðskiptaráðs og stjórnkerfum annarra ríkja víðs vegar um heim.

08.02.2013 | Fréttir

Viðskiptaþing 2013 á miðvikudaginn

Viðskiptaþing 2013 verður haldið miðvikudaginn 13. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica. Á þinginu mun Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, kynna Hugmyndahandbók með 13 tillögum að aukinni hagkvæmni til að efla framleiðni. Tillögurnar voru mótaðar á síðustu vikum af þremur vinnuhópum á vegum Viðskiptaráðs, sem í sátu fulltrúar fyrirtækja víða úr atvinnulífinu auk fræðimanna.

30.11.2012 | Fréttir

Frekari tekjuöflun í fjárlögum næsta árs

Í vikunni skilaði meirihluti fjárlaganefndar áliti sínu á fjárlagafrumvarpi næsta árs. Heilt yfir er gert ráð fyrir auknum gjöldum uppá 7,7 ma. kr., að ótöldu nýsamþykktu framlagi til Íbúðalánasjóðs uppá 13 ma. kr. Þá er gert ráð fyrir aukningu tekna um 9,2 ma. kr. m.a. vegna aukinna arðgreiðslna. Þá var frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum lagt fram í gær þar sem tekjuöflunaraðgerðir voru útfærðar nánar.

30.10.2012 | Fréttir

Leið Íslands til aukins hagvaxtar kynnt

Á blaðamannafundi núna í hádeginu kynntu fulltrúar alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company viðamikla úttekt á hagvaxtarmöguleikum Íslands. Verkefnið var upphaflega kynnt í ræðu Hreggviðs Jónssonar, formanns Viðskiptaráðs á Viðskiptaþingi í febrúar síðastliðnum þar sem gerð var grein fyrir því að McKinsey myndi ráðast í þessa úttekt. Sú vinna hefur staðið frá vori með viðamikilli gagnaöflun, rýni og viðtölum við fjölmarga aðila m.a. úr atvinnulífi, stjórnsýslu og háskólum.