Fréttir

12.10.2012 | Fréttir

EORI númer aðgengileg

Í fréttabréfi Viðskiptaráðs nýverið var fjallað um EORI kerfi ESB og þar nefnt að íslensk fyrirtæki gætu ekki fengið úthlutaðu slíku númeri. Svo virðist hins vegar sem það sé hægt, þrátt fyrir að Ísland sé ekki aðili að kerfinu, og hafi raunar verið hægt í talsverðan tíma. Biðst Viðskiptaráð velvirðingar á þessum misskilningi. Íslensk fyrirtæki geta þó ekki leitað til tollyfirvalda hér á landi eins og gildir almennt innan ESB heldur þurfa þau að sækja um númerin hjá tollyfirvöldum í ESB. Fyrirkomulagið er svipað og er í Noregi en þar í landi geta fyrirtæki þó fengið vottun sem

03.07.2012 | Fréttir

Bindandi álit Tollstjóra

Síðustu vikur og mánuði hafa félagsmenn talsvert komið að máli við starfsfólk Viðskiptaráðs vegna tollamála. Sum hver hafa lent í að vörur fara í athugun hjá tollinum við tollafgreiðslu og í kjölfarið færðar um tollflokk, jafnvel í flokk sem ber talsvert hærri gjöld. Af því tilefni bendir Viðskiptaráð félagsmönnum sínum á að unnt er að afla bindandi álits hjá Tollstjóra á tollflokkun áður en vörur eru fluttar til landsins. Ferlið er tiltölulega einfalt og með því má draga úr óvissu af þessu tagi.

15.02.2012 | Fréttir

Viðskiptaþing 2012: Fatahönnun einskins virði ef ekki er hægt að reka fyrirtæki á Íslandi

Hugrún Dögg Árnadóttur, framkvæmdastjóri KronKron, fjallaði á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir, um virði hönnunar og þau tækifæri sem Íslendingum stendur til boða á því sviði. Nefndi hún sínar verslanir sem dæmi um hraðan vöxt hönnunar síðustu ár, en skóverslunin Kron var opnuð árið 2000 og haustið 2008 var fyrsta skólínan sett á markað. Í millitíðinni opnaði Hugrún fataverslunina KronKron árið 2004 og fyrsta fatalínan var sett á markað 2011. Nú selja þau í yfir 80 verslanir í 35 löndum víðsvegar um heim.

29.01.2010 | Fréttir

EORI: breytt fyrirkomulag tollgæslu innan ESB

Undanfarna mánuði hafa ákveðnar breytingar tekið gildi innan ESB sem varða inn- og útflutning vara til og frá aðildarríkjum sambandsins. Þessar breytingar byggja á reglugerðum ESB nr. 648/2005 og 187/2006, en með þeim hefur verið komið á nýju kerfi innan sambandsins til að tryggja öryggi tollgæslu. Hið nýja kerfi er iðulega nefnt EORI (

25.10.2007 | Fréttir

Afnám vörugjalda og stimpilgjalda fagnaðarefni

Viðskiptaráð Íslands telur áform viðskiptaráðherra um afnám vörugjalda og stimpilgjalda vera stórt skref í átt að einfaldara og skilvirkara hagkerfi. Framtak ráðherra mun án efa stuðla að lægra vöruverði og auknu gegnsæi í skattkerfinu, til hagsbóta fyrir neytendur og fyrirtæki. Afnám umræddra gjalda hefur löngum verið baráttumál ráðsins.