Óskalisti atvinnulífsins - Kosningafundur Viðskiptaráðs

Kosningafundur Viðskiptaráðs fór fram í morgun og bar yfirskriftina Óskalisti atvinnulífsins. Var sérstök áhersla lögð á samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og framtíðarsýn flokkanna í þeim efnum. Allir frambjóðendur, með 4% eða meira í könnunum og/eða sitjandi á þingi, fengu tækifæri til að svara því hvernig þeir komi til með að tryggja sterkt atvinnulíf hér á landi. Mun Viðskiptaráð vinna úr þeim upplýsingum í kjölfarið. Á fundinum var farið yfir niðurstöður könnunar um hvað brynni mest á atvinnulífinu um þessar mundir og í aðdraganda kosninga, sem og niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir frambjóðendur. Fundarstjóri var fjölmiðlamaðurinn Kristján Kristjánsson.

Hér má sjá myndir frá morgunverðarfundinum

Tengt efni

Góðir stjórnar­hættir - hvernig og hvers vegna?

Tilnefningarnefndir er dæmi um viðfangsefni sem halda þarf áfram að móta til ...
8. mar 2023

Fasteignaskattar og hnignun hornskrifstofunnar

Gæti verið að í framtíðinni verði stór hluti vinnu sumra unninn inni á heimilum? ...
10. mar 2022

Er stórtækur atvinnurekstur hins opinbera náttúrulögmál?

Að viðskiptabönkunum undanskildum hefur stöðugildum hins opinbera í ...
26. nóv 2021