Dagskrá Viðskiptaþings 2017

Viðskiptaþing 2017 verður haldið fimmtudaginn 9. febrúar næstkomandi frá kl. 13 til 17. Yfirskrift þingsins er„Börn náttúrunnar: framtíð auðlindagreina á Íslandi.“

Dagskrá Viðskiptaþings hefur nú verið opinberuð en efnistök lúta að auðlindageiranum sem er undirstaða verðmætasköpunar í hagkerfinu. Auðlindagreinar Íslands samanstanda af orkunýtingu, sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Þær mynda undirstöðu góðra lífsskilyrða á Íslandi og eru jafnframt uppspretta nýrra hugmynda og verðmæta. Á Viðskiptaþingi 2017 verður fjallað um sjálfbæra nýtingu þessara auðlinda og tækifærin sem greinarnar standa frammi fyrir vegna umsvifamikilla breytinga á alþjóðavísu.

Þátttakendur þingsins koma úr ólíkum áttum en aðalræðumaður þingsins er Wal van Lierop framtaksfjárfestir (e. venture capitalist) sem leggur sérstaka áherslu á auðlindageirann. Wal býr yfir fjölbreyttri alþjóðlegri reynslu sem forstjóri, ráðgjafi og fræðimaður. Hann er einn stofnenda Chrysalix sem er kanadískur nýsköpunarsjóður á sviðum ýrra sjálfbærra tæknilausna og auðlindanýtingar.


___________DAGSKRÁ VIÐSKIPTAÞINGS 2017___________

Viðskiptaþing 2017

RÆÐA FORMANNS VIÐSKIPTARÁÐS
Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður JÁ hf.

THE ICELAND OPPORTUNITY
Wal van Lierop, forstjóri Chrysalix

KAFFIHLÉ

RÆÐA FORSÆTISRÁÐHERRA
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra

FRAMTÍÐ AUÐLINDAGREINA Á ÍSLANDI: ÖRMYNDBÖND OG ERINDI
Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood
Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins
Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA

PALLBORÐSUMRÆÐUR
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

MÓTTAKA
Ljúfir tónar og léttar veitingar

FUNDARSTJÓRI: Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

#viðskiptaþing

Nánari upplýsingar og skráningu má nálgast hér

Tengt efni

Orkulaus eða orkulausnir?

Ávarp formanns Viðskiptaráðs á Viðskiptaþingi sem fór fram 9. febrúar 2023
16. feb 2023

Hæpnar forsendur og ósjálfbær útgjaldavöxtur

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023
12. okt 2022

Ný útgáfa hagskýrslunnar „The Icelandic Economy 2017"

Ný útgáfa skýrslunnar „The Icelandic Economy: Current State, Recent Developments ...
11. ágú 2017