23.10.2019 | Fréttir

Grynnkum á reglugerðarfarganinu

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, settist niður með Íslandi í bítið í morgun þar sem hún ræddi regluverkafarganið sem til stendur að grynnka á, á málefnasviðum Þórdísar Kolbrúnar Reykjarðar Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra og Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Rúmlega þúsund reglugerðir munu falla brott með þessum einföldunaraðgerðum.

„Reglur og rammi eru til þess að gera samfélagið skilvirkara, til þess að eiga auðveldara með að eiga í viðskiptum" segir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Það skýtur því skökku við að á Íslandi skuli vera svo íþyngjandi regluverk í samanburði við hin OECD ríkin. Þetta hefur reynst kostnaðarsamt og íþyngjandi fyrir nýsköpunarfyrirtæki t.a.m.

Hér má hlusta á útvarpsviðtalið við Ástu.

Viðfangsefni: Regluverk