Opið fyrir námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs

Opið er fyrir styrkumsóknir til námsstyrkja úr Menntasjóði Viðskiptaráðs fyrir fullt framhaldsnám erlendis. Umsóknarfrestur er til og með 11. janúar 2019. Tilkynnt er um styrkþega á Viðskiptaþingi þann 14. febrúar 2019.

Viðskiptaráð hefur um árabil veitt styrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands (MVÍ) til einstaklinga í framhaldsnámi við erlenda háskóla í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess. Venju samkvæmt er a.m.k. einn styrkur veittur nemanda í námsgrein tengdri upplýsingatækni.

Árið 2018 voru fjórir styrkir veittir að upphæð 1.000.000 kr. hver.

Nánar um styrkinn og umsóknareyðublað