Skráning hafin á Viðskiptaþing

Viðskiptaþing árið 2015 verður haldið undir yfirskriftinni „Tölvan segir nei - hvernig má innleiða breytingar hjá hinu opinbera?“ Aðalræðumaður verður Daniel Cable, prófessor við London Business School.

Á þinginu verður fjallað um hlutverk og umfang hins opinbera, áskoranir og tækifæri sem felast í innleiðingu kerfisbreytinga og leiðir til skapa breiðari samstöðu um umbætur í opinberum rekstri.

Auk aðalræðumanns þingsins taka til máls Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ásamt forsvarsmönnum úr stjórnmálum, stjórnsýslu og atvinnulífi.

Þingið fer fram fimmtudaginn 12. febrúar frá kl. 13.00-16.30 á Hilton Reykjavík Nordica.

Skráning er hafin fyrir þá sem vilja tryggja sér sæti. Nánari dagskrá verður kynnt eftir áramót.

Skráðu þig núna.

Tengt efni

Getum við allra vinsamlegast gyrt okkur?

Við hefðum ekki getað rekið íslenskt samfélag og atvinnulíf síðastliðna áratugi ...
26. maí 2022

Viðskiptaþing 2015 (Uppselt)

Viðskiptaþing árið 2015 verður haldið undir yfirskriftinni „Tölvan segir nei: ...
12. feb 2015