Stjórnmálaleiðtogar ræddu skattkerfisumbætur

Fimmtudaginn 30. september sl. fór fram fundur Viðskiptaráðs og Félags viðskipta- og hagfræðinga þar sem stjórnmálaflokkar greindu frá sýn sinni á skattkerfið og mögulegar umbætur á næsta kjörtímabili.

Daði Már Kristófersson, formaður verkefnisstjórnar um breytingar og umbætur á skattkerfinu, kynnti tillögur hennar sem birtar voru á dögunum.

Kynningu Daða Más má nálgast hér

Að loknu erindi Daða Más fóru fram pallborðsumræður þar sem leiðtogar þeirra stjórnmálaflokka sem sæti hafa á Alþingi eða mælast yfir 5% í skoðanakönnunum ræddu málin. Þeir voru:

  • Bjarni Benediktsson frá Sjálfstæðisflokki
  • Katrín Jakobsdóttir frá Vinsti grænum
  • Oddný G. Harðardóttir frá Samfylkingu
  • Óttarr Proppé frá Bjartri framtíð
  • Sigurður Ingi Jóhannsson frá Framsóknarflokki
  • Smári McCarthy frá Pírötum
  • Þorsteinn Víglundsson frá Viðreisn

Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs og stjórnarmaður í FVH, stýrði fundi.

Horfa má á upptöku af fundinum hér

Myndir frá fundinum má sjá hér

Tengt efni

Lesskilningur Landverndar

Engin óvissa ríkir um efnahagslegar afleiðingar orkuskiptasviðsmyndar ...
2. mar 2023

Vel heppnað Viðskiptaþing 2022

Húsfyllir var á vel heppnuðu Viðskiptaþingi 2022 sem Viðskiptaráð stóð fyrir á ...
25. maí 2022