Umsóknir um námsstyrki aldrei fleiri

Umsóknarfrestur um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands (MVÍ) er nú liðinn. Umsóknir um námsstyrki hafa aldrei verið fleiri en 198 umsóknir bárust frá íslenskum námsmönnum í framhaldsnámi í 17 löndum víðsvegar um heiminn.

Valnefnd Námsstyrkjasjóðs MVÍ mun nú fara yfir umsóknirnar og taka ákvörðun um úthlutun styrkjanna. Í valnefndinni sitja dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, dr. Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, stjórnarmaður í Viðskiptaráði Íslands.

Námsstyrkirnir verða veittir á Viðskiptaþingi sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica þann 9. febrúar næstkomandi. Nánari upplýsingar um þingið má nálgast hér.

Viðskiptaráð þakkar umsækjendum fyrir sýndan áhuga og bendir á að frekari upplýsingar um námsstyrki Menntasjóðsins má finna hér.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá kynningu á þeim námsmönnum sem hlutu námsstyrki árið 2016.

Tengt efni

Ert þú í framhaldsnámi erlendis?

Nú er opið fyrir umsóknir um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands ...
29. nóv 2022

Opið fyrir umsóknir um námsstyrki

Opið er fyrir umsóknir um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs frá og með 7. ...
7. des 2021

Endurskoða þarf ákvæði um kyrrsetningu loftfars

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um loftferðir.
3. feb 2022